Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 102
Tímarit Máls og menningar hefndin verður í því skötuliki að Dagbjartur heimtar að dólgurinn láti leita að líkinu og jarði stúlkuna sómasamlega! Það er öll afhjúpunin. Síldarspekúlantinn fær meira að segja hrós fyrir örlætið hjá presti og alþýðu. Annað er eftir þessu. Spámannleg reiði Dagbjarts rennur smám saman af honum þegar hann hefur fengið sína fullnægju á prenti. Hann hafði að vísu komið við kaunin á nokkrum frúm, sem helst vildu setja hann inn fyrir opna bréfið — en það mál hjaðnar og fyrnist og loks er eins og ekkert hafi gerst. Að vísu vinnur Dagbjartur mikinn sigur áður en lýkur —en sá sigur er á hinumpersónulega vettvangi. Hann nær Margréti aftur. Hún gengur allslaus, en þrýstin og fögur út úr húsi braskarans því ,,ég finn ofboð vel, að ég á ekkert af þessu sem ég bý við, það er allt frá öðrum tekið“ (Mistur, 129). Meðan þrær Borgþórs fyllast af fiski fer hún með sínum heiðarlegum erfiðismanni, Dagbjarti, upp á Helgafell: „Víst var það yndislegt að fá að faðmast og kyssast og njóta ástarsælu uppi á háu fjalli. Það hafði að vísu kostað þau bæði nokkra svitadropa að klífa svona hátt til þess að fá að njótast, en það fengist engin sæla í lífinu fyrirhafnarlaust; það bar þeim saman um“ (160). Málalok eru verðskulduð laun dyggðanna. Þau Dagbjartur og Margrét hafa ekki aðeins losnað við Borgþór, þau snúa baki við sukki og solli, við því samfélagi sem líkt er við sökkvandi flak (163) til að leita uppi „gróna sveit og grænan dal“. Þau ætla að fara að búa, enda var Dagbjartur „gamall sveitadrengur þegar öllu væri á botninn hvolft og nátt- úrubarn" (137). Þessi lausn, farsæld einkalífsins og dalakofans, er svo sem ekki ný í íslenskum bókmenntum — og hún á eftir að lifa lengi eftir Mistur í góðum bókum og vondum: segðu mér frá lömbunum, segir mærin Aldinblóð við norðanstúlkuna Uglu í Atómstöðinni. IX Rithöfundarsaga Theódórs Friðrikssonar er sérstæð, en á þó hliðstæður víðar en menn gæti grunað við fyrstu skoðun. Við nefndum nú síðast eitt af því sem hefur mjög einkennt íslenska þjóðfélagsrýni: andúð snauðra manna og samherja þeirra á þeim ríku, vinsamlegar tilvísanir til verkalýðshreyfingar og sósíalisma blandast á sérkennilegan hátt saman við almenna siðferðilega fordæmingu á þeirri upplausn sem sveitamönnum stendur stuggur af í þéttbýli, við sterkar efasemdir um framfarir og breytingar, tilhneigingu til að fegra fyrir sér þá eilífð sveitanna sem er skammt undan. Við sjáum ádrepu sem verður nokkuð enda- slepp, tilhlaup til uppgjörs við samfélag sem er hætt við í miðjum klíðum og 224
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.