Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar
hefndin verður í því skötuliki að Dagbjartur heimtar að dólgurinn láti leita að
líkinu og jarði stúlkuna sómasamlega! Það er öll afhjúpunin. Síldarspekúlantinn
fær meira að segja hrós fyrir örlætið hjá presti og alþýðu. Annað er eftir þessu.
Spámannleg reiði Dagbjarts rennur smám saman af honum þegar hann hefur
fengið sína fullnægju á prenti. Hann hafði að vísu komið við kaunin á nokkrum
frúm, sem helst vildu setja hann inn fyrir opna bréfið — en það mál hjaðnar og
fyrnist og loks er eins og ekkert hafi gerst. Að vísu vinnur Dagbjartur mikinn
sigur áður en lýkur —en sá sigur er á hinumpersónulega vettvangi.
Hann nær Margréti aftur. Hún gengur allslaus, en þrýstin og fögur út úr húsi
braskarans því ,,ég finn ofboð vel, að ég á ekkert af þessu sem ég bý við, það er
allt frá öðrum tekið“ (Mistur, 129). Meðan þrær Borgþórs fyllast af fiski fer hún
með sínum heiðarlegum erfiðismanni, Dagbjarti, upp á Helgafell:
„Víst var það yndislegt að fá að faðmast og kyssast og njóta ástarsælu uppi á
háu fjalli. Það hafði að vísu kostað þau bæði nokkra svitadropa að klífa svona
hátt til þess að fá að njótast, en það fengist engin sæla í lífinu fyrirhafnarlaust;
það bar þeim saman um“ (160).
Málalok eru verðskulduð laun dyggðanna.
Þau Dagbjartur og Margrét hafa ekki aðeins losnað við Borgþór, þau snúa
baki við sukki og solli, við því samfélagi sem líkt er við sökkvandi flak (163) til
að leita uppi „gróna sveit og grænan dal“. Þau ætla að fara að búa, enda var
Dagbjartur „gamall sveitadrengur þegar öllu væri á botninn hvolft og nátt-
úrubarn" (137). Þessi lausn, farsæld einkalífsins og dalakofans, er svo sem ekki
ný í íslenskum bókmenntum — og hún á eftir að lifa lengi eftir Mistur í góðum
bókum og vondum: segðu mér frá lömbunum, segir mærin Aldinblóð við
norðanstúlkuna Uglu í Atómstöðinni.
IX
Rithöfundarsaga Theódórs Friðrikssonar er sérstæð, en á þó hliðstæður víðar en
menn gæti grunað við fyrstu skoðun. Við nefndum nú síðast eitt af því sem
hefur mjög einkennt íslenska þjóðfélagsrýni: andúð snauðra manna og samherja
þeirra á þeim ríku, vinsamlegar tilvísanir til verkalýðshreyfingar og sósíalisma
blandast á sérkennilegan hátt saman við almenna siðferðilega fordæmingu á
þeirri upplausn sem sveitamönnum stendur stuggur af í þéttbýli, við sterkar
efasemdir um framfarir og breytingar, tilhneigingu til að fegra fyrir sér þá eilífð
sveitanna sem er skammt undan. Við sjáum ádrepu sem verður nokkuð enda-
slepp, tilhlaup til uppgjörs við samfélag sem er hætt við í miðjum klíðum og
224