Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 108
Tímarit Máls og menningar ann, og hún þurfti ekki að líta á hann nema einu sinni til að fá þau ofan af þeirri vitleysu: — Þetta er engill, sagði hún. Hann hefur áreiðanlega komið að sækja barnið, en veslingurinn er svo gamall að rigningin hefur fellt hann. Næsta dag vissu allir, að í húsi Pelayos var í haldi engill af holdi og blóði. I trássi við ráðleggingu nágrannakonunnar, sem hélt því fram að englarnir nú á tímum væru burtflognir eftirlifendur himneskra vígaferla, hafði heimilisfólkið ekki haft brjóst í sér til að berja hann til bana. Pelayo hafði gætur á honum allan eftirmiðdaginn innan úr eldhúsi, vopnaður fógetakylfunni sinni, og fyrir háttatíma dró hann engilinn upp úr leðj- unni og lokaði hann inni í hænsnagirðingu. A miðnætti stytti upp og Pelayo og Elísenda héldu áfram að drepa krábba. Stuttu síðar vaknaði barnið, hitalaust og svangt. Þá fundu þau til örlætis og ákváðu að setja engilinn á fleka, láta hann hafa ferskt vatn og mat til þriggja daga og leyfa honum að freista gæfunnar úti á hafrnu. En þegar þau komu út í húsa- garðinn í dögun hittu þau alla nágrannana við hæsnagirðinguna og voru þeir að spauga við engilinn án nokkurrar guðhræðslu og fleygja til hans matarbitum innum vírnetið, rétt einsog þetta væri ekki yfimáttúruleg vera, heldur dýr í fjölleikahúsi. Faðir Gonzaga kom fyrir klukkan sjö, áhyggjufullur vegna þessarar yfirþyrmandi fréttar. Þá voru mættir til leiks forvitnir áhorfendur sem voru ekki eins léttúðugir og þeir sem komið höfðu í dögun og höfðu i frammi ýmiskonar ráðabrugg varðandi framtíð fangans. Þeir einföldustu töldu að hann yrði gerður að bæjarstjóra alls heimsins. Aðrir, sem voru skarpari í andanum, gerðu ráð fyrir að hann yrði hækkaður í tign og gerður að fimmstjörnu hershöfðingja og látinn sigra í öllum stríðum. Nokkrir draumóramenn væntu þess að hann yrði varðveittur sem sæðis- banki til að gróðursetja á jötðinni kyn vængjaðra vitringa sem tækju að sér að stjórna Alheiminum. En faðir Gonzaga hafði verið óbreyttur skógarhöggsmaður áður en hann gerðist prestur. Þar sem hann stóð og gægðist inn fýrir girðinguna fór hann með bænir sínar í snarheitum og bað síðan um að hliðið yrði opnað til þess að hann gæti rannsakað nánar þennan eymdarkarl, sem einna helst minnti á geysistóra og hruma hænu í furðu lostnum hænsnahópi. Engillinn hnipraði sig saman í einu horninu 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.