Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 111
Mjög gamall maður
Faðir Gonzaga mætti léttúð fjöldans með heimatilbúnum formúlum á
meðan hann beið eftir endanlegum dómi um eðli fangans. En pósturinn
frá Róm hafði tapað flýtisskyninu. Tíminn leið við bollaleggingar um það
hvort engillinn hefði nafla, hvort mállýska hans ætti eitthvað skylt við
arameísku, hvort hann kæmist mörgum sinnum fyrir á títuprjónsoddi,
eða hvort hann væri ekki bara Norðmaður með vængi. Þessi smásálarlegu
skrif hefðu eflaust haldið áfram að berast á milli allt til enda veraldar, ef
ekki hefði orðið atburður sem kom einsog himnasending og batt enda á
raunir sóknarprestsins.
Þannig vildi til að einmitt um þetta leyti, og ásamt með mörgum
öðrum skemmtiatriðum flökkuhópa frá Karibahafi, kom til þorpsins
dapurlegt fyrirbæri: kona sem hafði breyst í kónguló fyrir að óhlýðnast
foreldrum sínum. Það var ekki nóg með að ódýrara væri að sjá hana en
engilinn, heldur fcngu áhorfendur að leggja fyrir hana allskyns spurn-
ingar um fáránlegt ástand hennar og skoða hana í krók og kring, þannig
að enginn gat verið í vafa um sannleiksgildi þessa hryllings. Þetta var
óhugnanleg risakónguló á stærð við sauðkind, með dapurlegt ung-
meyjarandlit. Það sem kom áhorfendum til að vikna var þó ekki skrípa-
legt útlit hennar, heldur sú einlæga hryggð sem einkenndi frásögn hennar
afeigin ógæfu: varla nema barn að aldri hafði hún flúið úr foreldrahúsum
til að komast á dansleik, og þegar hún var á heimleið um skóginn eftir að
hafa dansað alla nóttina í leyfisleysi skipti ógnvekjandi þruma himninum
í tvennt og út úr glufunni kom brennisteinselding, sem breytti stúlkunni
i kónguló. Það eina sem hún lagði sér til munns voru litlar kjötbollur,
sem góðviljaðar sálir áttu það til að stinga upp í hana. Annað eins
sjónarspil, þrungið svo mannlegum sannleika og þvilíkri hræðilegri við-
vörun, hlaut óhjákvæmilega að reynast yfirsterkara hrokafullum engli,
sem ekki var meira en svo að virti dauðlega menn viðlits. Þar við bættist
að þau fáu kraftaverk sem englinum voru kennd báru vitni um ákveðnar
geðveilur, einsog t.d. blindi maðurinn sem fékk ekki sjónina aftur heldur
þrjár nýjar tennur, og lamaði maðurinn sem fékk ekki máttinn heldur var
næstum búinn að vinna í happdrætti, og holdsveiki maðurinn sem varð
fyrir því að baldursbrár fóru að vaxa í sárum hans. Þessi huggunarkrafta-
verk, sem einna helst minntu á skammarstrik, höfðu þegar grafið undan
233