Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 112
Tímarit Máls og menningar orðstír engilsins þegar kóngulóarkonan kom til sögunnar og gekk endanlega frá honum. Þannig laeknaðist faðir Gonzaga í eitt skipti fyrir öll af svefnleysinu, og garður Pelayos varð aftur einmanalegur einsog hann var þegar rigndi í þrjá daga samfleytt og krabbarnir gengu um gólf í svefnherbergjunum. Húsráðendur þurftu ekki að kvarta. Fyrir peningana sem þau höfðu safnað byggðu þau tveggja hæða hús með svölum og görðum og á svo háum múrsteinsstöpli að krabbarnir komust ekki inn á vetrum og með járnrimla fyrir gluggum til þess að englarnir gætu ekki flogið þar inn. Pelayo setti á stofn kaninubú rétt fyrir utan þorpið og sagði endanlega skilið við fógetastarfið vanþakkláta, og Elísenda keypti sér háhælaða satínskó og marga gula'silkikjóla einsog þá sem fínustu frúrnar klæddust á sunnudögum á þessum árum. Það eina sem ekki var hreyft við var hænsnagirðingin. Stundum var hún þvegin upp úr þvottaefni og hænsnaskíturinn brenndur, en það var ekki til að þóknast englinum, heldur til að bægja burt pestinni sem gekk ljósum logum um allt og var að breyta nýja húsinu í gamalt hreysi. I byrjun, þegar barnið var að læra að ganga, var þess vendilega gætt að það kæmi ekki nálægt hænsnagirðing- unni. En brátt gleymdist óttinn og pestin vandist og áður en barnið skipti um tennur hafði það tekið upp á að leika sér í hænsnagirðingunni, enda var vírnetið rotið og niðurfallið á pörtum. Engillinn var ekki síður ónotalegur við barnið en aðra dauðlega menn, en þoldi því hin uppá- tektarsömustu prakkarastrik af þeirri auðmýkt sem einkennir hunda þegar þeir hafa læknast af öllum blekkingum. Barnið og engillinn veiktust samtímis af hlaupabólunni. Læknirinn sem kom að skoða barnið stóðst ekki freistinguna að hlusta engilinn um leið, og heyrði þá slík andvörp í hjartanu og þvílíkan hávaða í nýrunum að honum fannst með ólíkindum að sjúklingurinn væri enn í tölu lifenda. Það sem vakti samt mesta furðu hans var rökfræði vængjanna. Þeir virtust svo eðlilegir á þessum fullkomlega mannlega líkama, að læknirinn skildi ekki hvers- vegna aðrir menn höfðu ekki vængi. Þegar barnið hóf skólagöngu var langt um liðið síðan sólin og vind- arnir höfðu eytt síðustu leifum hænsnagirðingarinnar. Engillinn skreiddist allra sinna ferða einsog dauðadæmd og húsbóndalaus vera. 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.