Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 117
Erecht og Berliner Ensemble hans og barnaskap í viðureign hans við kirkjuna. Leikhús Brechts tókst ævin- lega á við einhverjar siðferðislegar spurningar og þarna skyldi fordæmd sú tilhneiging vísindamanna að varpa af sér allri ábyrgð á því hvernig væri farið með uppgötvanir þeirra. En í elstu gerð leikritsins má hins vegar merkja meiri samúð með Galilei og það er full ástæða til að líta á það sem persónulegri játningu höfundar en flest annað sem hann skrifaði á þessum tíma. Hann hafði þegar þarna var komið sögu skrifað allmörg áróðursleikrit gegn nasismanum og i leikskrá Galilei-sýningar Berliner Ensemble skrifa austurþýskir fræðimenn að Brecht hafi í þessu verki beint spjótum sínum á nýjan leik gegn andlegri kúgun þriðja ríkisins. En þessi skýring getur ekki talist mjög trúverðug. Það er erfitt að sjá hvers vegna Brecht hefði átt að þurfa að dulbúa slíka ádeilu í búning seytjándu aldar og að hvaða gagni hún hefði átt að koma þegar ljóst var orðið að Hitlersþýskaland yrði ekki sigrað nema með vopnavaldi. Þetta voru myrkir tímar, ekkert virtist geta hamlað framsókn ofbeldisaflanna og lítið annað að gera fýrir landflótta skáldmenni en bjarga eigin skinni. En kannski var þó þungbærast fyrir mann með pólitíska sannfæringu Brechts að horfa upp á það sem átti sér stað í hinu fyrirheitna landi sósíalismans á þessum árum. Hann vissi sem sé vel hvað var að gerast á bak við tjöldin í Sovétríkjunum, þó að hann ákvæði að halda vitneskju sinni leyndri. í janúar- mánuði 1939, skömmu eftir að hann hefur lokið við Galilei, skrifar hann í vinnubók sína („Arbeitsjournal") þessi orð: „Nú hefur Kolzov verið handtek- inn í Moskvu, síðasti kunningi minn meðal rússanna þar. Enginn veit hvað hef- ur orðið um Tretjakov, sem er sagður hafa verið „japanskur njósnari“. Enginn veit hvað hefúr orðið um Carolu Neher, sem á að hafa gengið erinda trotskíista í Prag. Reich og Assja Lacis eru hættir að skrifa mér, Gréta fær engin svör frá kunningjum sínum í Kákasus og Leníngrad. Bela Kun hefur líka verið hand- tekinn, sá eini sem ég hef hitt af stjórhmálamönnunum. Meyerhold er búinn að missa leikhúsið sitt, en fær víst að setja á svið óperur. Bókmenntir og listir virðast fyrir neðan allar hellur, hin pólitíska umræða hreint prump, þetta virðist vera einhvers konar blóðlaus og útþynntur húmanismi sem embættismennirnir skipa í nafni verkalýðsstéttarinnar." Þessi orð, sem komu ekki á prent fyrr en löngu eftir dauða Brechts, sýna vel hversu vonsvikinn hann var. Fólkið sem hann nefnir þama var flest góðir vinir hans og í röð fremstu listamanna Sovétríkjanna. Það leit allt á sig sem sanna kommúnista, en neitaði að játast undir hina stjórnskipuðu fagurfræði og varð því hreinsunum Stalíns að bráð. Fagurfræðingar flokksins álitu einnig skáldskap Brechts sjálfs bera vitni um borgaralega úrkynjun og formalisma og allt fram á þennan dag hefur skáld- 239
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.