Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 118
Tímarit Máls og menningar skapur hans síður en svo átt upp á pallboröið hjá sovétmönnum. Brecht gætti þess að vísu vandlega að komast ekki i návígi við sovésk yfirvöld á útlegðarárum sínum, en hann hefur þó tæplega átt erfitt með að sjá sjálfan sig eða vini sina og samherja i visindamanninum sem lætur hugfallast frammi fyrir pyntingartólum kirkjunnar. Þess vegna er alls ekki fjarri lagi að líta á leikritið um Galileo Galilei sem dulbúna dæmisögu um viðureign hins sovéska rikisvalds og andófs- mannsins. Syning Berliner Ensemble á Galileo Galilei var frumsýnd á áttræðisafmæli Brechts í fyrra, en mikil ráðstefnu- og hátiðahöld fóru fram í Austur-Berlin af því tilefni. Þetta var afar st'tlhrein og myndræn sýning og hún dró svo skýrt fram andstæðurnar í heimi verksins að óhjákvæmilegt var að veita þeim sérstaka eftirtekt. Yfir baksviðið þvert og endilangt teygðu sig svalir og frá þeim gengu rveir stigar sitt hvorum megin á sviðinu niður á hringlaga pall á miðsviði, þar sem atburðir leiksins fóru einkum fram. Þessi pallur var athafnasvið Galileis, rann- sóknarstofur hans og vistarverur, en á svölunum birtust hins vegar gjarnan fulltrúar hins kaþólska kennivalds, kardinálar og aðrir yfirboðarar. Leiksviðið endurspeglaði þannig valdskiptingu samfélagsins mjög vel og klæðaburður persónanna lýsti henni einnig. Kardinálarnir gengu allir klæddir i hvítum, nærskornum kuflum, sem gáfu þeim yfirbragð strangleika og festu, ekki síst þegar þeir birtust í hópum á sviðinu. Þeir hreyfðu sig hægt og settlega, greinilega mjög meðvitaðir um styrk þeirrar stofnunar sem stóð þeim að baki. Galilei gekk hins vegar allfátæklega og hirðuleysislega til fara, enda of hug- fanginn af rannsóknum sínum til að sinna hversdagslegri hlutum sem og vélabrögðum þessa heims. Varnarleysi hans kom þannig skýrt í ljós í allri umgerð sýningarinnar, auk þess sem frábær túlkun Ekkerhards Schall á Galilei beindi mjög athyglinni að barnaskap hans og blindu — i góðu samræmi við kröfu Brechts um að leikarinn sýni áhorfendum gagnrýna afstöðu sína til persónunnar. Eg veit hins vegar ekki hvort það var einber tilviljun að Galilei skvldi ekki vera þarna skeggjaður og síðhærður, eins og flestar myndir sýna hann, heldur stuttklipptur og sléttrakaður, eins og Brecht var sjálfur og sumir lærisveinar hans raunar líka! Það var hvað sem öðru líður ekki erfitt fyrir útiending að koma auga á hliðstæður þessa leiks í austurþýsku þjóðfélagi samtímans, þar sem menn sitja fangelsaðir fyrir ekki ósvipaðar sakir og Galilei. Um þetta stóð að sjálfsögðu ekki orð í leikskrá sýningarinnar, en leiksviðið sjálft talaði sínu máli. A yngri árum sínum hneigðist Brecht mjög í átt til anarkisma og þó að hann gerðist síðar kommúnisti hafði hann ætíð megnustu óbeit á flokksræði og 240
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.