Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 120
Tímarit Máls og menningar grundvöll. I byltingu verkalýðsins eygði hann undankomuleið úr glundroða og tilgangsleysi borgaralegs þjóðfélags, þar sem samkeppni og gróðasýki eitruðu mannlegt lif. Sósíalismi Brechts, sem var vægast sagt mjög persónulegt fyrir- bæri, grundvallaðist þannig öðru fremur á almennri mannúðarstefnu og hatri á samfélagi þar sem vinátta og tillitssemi voru ekki æðstu siðaboðin. Hann virtist sannfærður — þó að vissulega hafi hann einnig efast — um að þó að heimurinn væri illur, gæti maðurinn náð æðri þroska og þess vcgna væri unnt að breyta veröldinni á betri veg. Hann trúði því að framundan væru voldugar þjóðfé- lagsbreytingar sem myndu umbylta öllum mannlegum samskiptum, eyða stéttaátökum, stríði og þjóðernishroka. En gagnstætt ýmsum skoðanabræðrum sínum gerði Brecht sér grein fyrir því að slgur verkalýðsins væri ekki söguleg nauðsyn, sem hlyti að eiga sér stað í fyllingu tímans. Þessi sigur hlaut að kosta langvarandi baráttu gegn öflum ofbeldis og íhaldssemi og gegn þeim varð leikhúsið og raunar öll listsköpun að fylkja sér. Leikhúskenning Brechts, sem hefur haft geysileg áhrif á allt leikhúslíf á síðustu áratugum, er tilraun til að ákvarða og skipuleggja hlutverk leikhússins í þeirri baráttu. Það er ekki ætlun mín hér að reyna að bregða upp heillegri mynd af verkum, leikhúsferli og viðhorfum Bertolts Brechts; til þess skortir mig þekkingu og mér er jafnvel til efs að það sé á færi nokkurs manns. Mig langar aðeins til að greina í fáum orðum frá hugmyndum hans um leikhús og því hvernig þær stóðust prófraun veruleikans þegar hann fékk loksins eigið leikhús til umráða. Leikritun hans og ljóðlist verða hér ekki gerð nein skil, þótt þar kunni að leynast þeir hlutir sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Það verður þó að segjast eins og er, að varasamt getur verið að slíta leikhússtarf Brechts um of úr samhengi við skáldverk hans. Sérstaða Brechts í bókmenntum og leikhúsi okkar tíma er ekki síst fólgin í því að hann var jafnvígur á tjáningarmeðöl sviðsins og textans og gerði ekki upp á milli þeirra. Hann hóf feril sinn sem leikskáld, lauk honum sem leikstjóri, en ljóð orti hann frá unga aldri til dauðadags og ef til vill eru sum ljóða hans það besta sem eftir hann liggur. A.m.k. ríkir mun meira samkomulag um ágæti hans sem ljóðskálds en um kenningar hans og leikrit, sem sumir telja ódauðleg snilldarverk, en aðrir halda að muni gleymast fljótlega. Það er hætt við að hér segi til sín pólitísk afstaða manna, en mat manna á Brecht hefur lengi viljað taka sterkan lit af stjórnmálaskoðunum þeirra. Það sem menn hafa þó deilt einna harðast um er sú þýðing sem hin marxísku fræði hafa haft fyrir skáldskap Brechts. Marxískir fræðimenn hneigjast til að halda því fram að það hafi verið hugmyndafræði kommúnismans að þakka að Brecht skyldi verða raunsær og nýskapandi listamaður, en frjálslyndari leikhús- og bók- 242
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.