Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 126
Tímarit Máls og menningar
hugsunar og athafna. Ýmsir yngri leikhúsmenn hafa gagnrýnt Brecht fyrir að
gera of mikið úr þeim áhrifum sem leiksýningin geti haft á áhorfandann, en sé
vel að gáð þá gefur Brecht sér einfaldlega að áhorfendurnir í leikhúsi hans séu
þegar orðið gagnrýnir í hugsun og fúllir af athafnalöngun. Hinn vísindalegi
áhorfandi, sem honum varð svo tiðrætt um, er þannig forsenda þess vísindalega
leikhúss sem epíska leikhúsið átti að vera. I Lítilli stefnuskrá talar Brecht um að
nýr tími sé í nánd, þar sem æðsta nautn manna kunni að verða sú að skapa ný
verðmæd, „framleiða", vaxa að visku og styrkleika og sigrast á ófullkomleika
sínum og takmörkunum. Epíska leikhúsið er ætlað slíkum mönnum, en Brecht
sagði aldrei að það gæti skapað þá. Hann vonaðist til þess eins að geta rétt þeim
hjálparhönd í göfugri viðleitni þeirra.
Eg hef nú reynt að gefa mönnum dálitla hugmynd um leikhúskenningar
Brechts, eins og þær birtast í skrifum hans frá þriðja áratugnum og útlegðarár-
unum. Arið 1949 urðu þær breytingar á högum hans að austurþýska ríkið fékk
honum eigin leikflokk til umráða og gerði honum kleift að halda áfram þeim
merkilegu tilraunum sem valdataka nasista hafði bundið endi á árið 1933.
Framundan voru miklir listrænir sigrar og heimsfrægð. En fyrir þetta allt var
Brecht krafinn um mjög hátt gjald, sem ég segi nánar frá í síðari grein.
Um höfunda
í þetta hefti skrifa ýmsir sem ekki hafa áður sent efni í Tímaritið og er því rétt að segja deili á þeim
eftir því sem tekist hefur að afla upplýsinga á stuttum tíma.
Jósef Kristjánsson er f. á Raufarhöfn 1949- Hann hóf afskipti af verkalýðsmálum fyrir tæpum
áratug og sat í stjórn verkalýðsfélagsinsá Raufarhöfn frá 1971, m.a. formaöur þess um skeið. Hann
fór að starfa með Baráttuhópnum á Vestmannaeyjaráðstefnunni og hefur sinnt störfum fýrir
hópinn nær eingöngu síöan í ársbyrjun 1980.
Þóróur Hjartarson frá Auðsholti í Biskupstungum er f. 1956, lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Sund 1977. Hann fór fýrst til sjós 1974 og stundaði sjó á sumrum með námi og
síðan allan ársins hring. Hann vinnur nú að bók um reynslu sína sem farandsjómaður.
Kristín Bjamadóttir er f. 1948 í Þingi, V-Hún. og stundaði ýmis störf framan af ævi. Hún fór
utan til leiklistarnáms 1970, lauk prófi 1974, starfaði síðan óslitið við leiklist í Danmörku til 1978
og var orðin vel þekkt leikkona þar. Hún leikur nú í Stimpilklukkukabarett Baráttuhópsins.
Kristín hefur þýtt talsvert af dönskum nútímaskáldskap.
Hanna Kr. Ha/lgrhmdóttir er f. á Dalvík, en var í farandmennsku um skeið í Vestmannaeyjum.
Hún býr nú í Reykjavík og stundar nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Ami Oskarsson stundar bókmenntanám við Háskóla Islands. Jón Viðar Jónsson er við fram-
haldsnám i leikhúsfræöum í Svíþjóð. Hann hefur áður skrifað um íslenska leikritun i tímaritið.
Gabríel Garda Marquez er kólumbískur rithöfúndur. Helsta skáldsaga hans, Hundrað ára einsemd,
var gefin út á vegum Máls og menningar 1978.
248