Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 128
Tímarit Máls og menningar Bókin skiptist í fjóra kafla: Heims- lystarsálma, Farsælda frón, Mánudaga og Þjóðvísur. Sterkasti hlutinn finnst mér tvímaelalaust Farsælda frón, þar sem höf- undur fer í hringferð um landið líkt og Jónas Hallgrímsson (Annes og eyjar) og Jón Helgason (Áfangar) og yrkisefnin verða á leið hans. Nöfn ljóðanna gefa vís- bendingu um leiðina: Hekla, Á Skeiðar- ársandi, Djúpivogur, osfrv. Nemum staðar á Siglufirði: Hér var aldrei skógur milli fjalls og fjöru en i landlegum sildaráranna þöktu siglutré fjörðinn. Þá var eyðingin hvergi nálasg gróskan ekki hlaupin i endurminningarnar. Þegar reika um plönin vinirnir Söknuður og Fúi er vitnað í stóru köstin munað hvernig óðu torfur af röskum mannskap. Smábær i herpinót skyndigróðans úr brúnni stjórnuðu hverfulir peningamenn. Síðan hefúr lóðað á einni spurningu: Var það örugglega sildin sem brást? Öll ljóðin í þessum flokki leiftra i fim- legum líkingum, en skáldið lætur ekki staðar numið við fimleikana. Hann notar þá hefð sem fyrir er til að marka eigin sérstöðu, þekkir hættur ættjarðarljóð- anna, vill ekki drekka sig ofurölvi i nátt- úrustemmningum, veit að ættjarðarástin hylmir yfir með skúrkum, „andstæðingar gleyma þrasi/fyrir áhrif þjóðhátiðarvakn- ingar“ (17di júní í Reykjavík), á auk þess fjölmargt óuppgert sjálfur: „Leit horn- augum þetta rómaða ættland/sem ekki varð séð úr kjallaraglugga“ (Á Skeiðarár- sandi). Hann gætir sin vandlega að falla ekki í stafi yfir þrekvirkjum náttúrunnar, um frægan foss er sagt „Mig snertu önnur vatnsföll dýpra/lekur krani/draup mér fyrrum andvökum“ (Detdfoss) og heimsfrægt fjall er litið hornauga. Aftur á móti leggur hann þvi meiri rækt við bónda þotinn upp frá brotnu drifskafti, krakka á leið með skræling í hænsnin, bleiur á snúru, áttræðan afa sem núllar á hlaðinu á meðan mjólkurbílstjórinn lýgur í hann fréttum. Tökum til dæmis Ólafs- víkurrútuna: Kraftur jökulsins orkar ekki á bílinn. Eg stoppa og tek bensin þá verður fyrir mér Ólafsvikurrútan. Hæ, þarna er Stina spaugsömust allra horfin frá námi en síst frá menntun. Hennar biður að draga orm úr þorski. Flunkunýr kærastinn glottir hægt i farangri hans eru sjópoki og stígvél en camelpakki hjúfrar sig i þykkri hendi. Sjómannsekkjan móðir hennar er líka með nýkomin af Landspitalanum æðahnúta- laus. Og traustlegi bílstjórinn ekur þeim vestur en hvorki er hans né þeirra að svara hvar að lokum endastöðin verður. Hér gengur ljós fram sú tignun hvers- 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.