Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 131
óhamingja mín mikil og hafa staðið lengi. Svo, hún strýkur allt í einu langa, þétta stroku eftir sænginni, svo blöskraði mér þessi fortíð og ég valdi mér aðra. (135) Hún valdi sér aðra fortíð sem gerði henni kleift að horfast í augu við framtíðina, hún hætti að velta sér upp úr óhamingj- unni og vorkenna sjálfri sér. Og þetta er einmitt það sem Guðný þarf að gera, en það kostar sitt. Það kostar uppgjör við fortíðina. Guðný er sú persóna bókarinnar sem mestu máli skiptir. Eiginlega er bókin öll fyrst og fremst lýsing á henni og skýring á því hvernig hún varð til, því atvikin sem gerast á sólarhringunum tveim eru ekki mikið frásagnarefni ein saman — fram að úrslitum. Guðný fléttar saman í eintali sínu fortíð og nútíð, og smám saman fær lesandinn fulla mynd af þessari konu sem vill ekki he)'ra minnst á breytingaskeið. Það er augljóst að fortíðin er litríkari en nútíðin, þar skiptust á stór áföll og rík gleði, þar skipti umheimurinn máli, núna er ekkert eftir annað en syndagjöld inni á heimilinu, og þau eru leiðinleg. Guðný segist hafa átt fimmtán góð ár milli tví- tugs og hálffertugs: „Fimmtán ár eru langur timi, það er sjálfsagt botnlaus frekja að heimta meira.“ (35) Vonandi hefur henni skilist í bókarlok að hún er búin að láta beygja sig tíu árum of lengi, nú á hún að vera frek sjálfrar sín vegna, því það getur verið að hún verði langlíf kona. Guðný hafði ábyrgðarmikið starf utan heimilis þessi góðu ár, en gaf það upp á bátinn þegar útivinnu hennar var kennt um að sonur hennar var á eftir í skóla um Umsagnir um bcekur skeið. Hún saknar starfsins mikið og fjár- hagslegs sjálfstæðis síns, og það er greini- legt að við að missa það hefur minni- máttarkennd hennar gagnvart manni sínum vaxið óeðlilega, þrátt fyrir skap hennar og hressileika. Sú minnimáttar- kennd á rætur í tímanum fyrir góðærin fimmtán. Guðný er upprunnin úr neðstu lögum þjóðfélagsins, fædd á kreppuárum og alin upp í bragga eftir tíu ára aldur þar sem mamma hennar virðist að einhverju leyti hafa unnið fýrir sér og börnum sínum sex með vændi. Þessi erfiða og stormasama bernska hefur mótað Guðnýju meira en áratuga hjónaband getur gert. Guðnýju þykir vænt um mömmu sína en forðast hennar fordæmi. Hún giftist upp fyrir sig, elskar góðborgarann mann sinn fyrir að hafa gifst henni þ átt fyrir ætternið og lætur sig hafa ýmislegt vegna þess. Hún þolir ekki yfirdrepsskap en verður samt að bæla hreinskilni sina í hræsnisfullu borgarastéttarumhverfi og sú bæling fær útrás í eyðileggingarhvöt sem kemur verst niður á henni sjálfri, eftir að hún missir fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Stríðið milli stétta geisar í einbýlishúsinu og sá sem vanur er verður undir. Þá er bara að bjarga sér á flótta. Eyðileggingarköst Guðnýjar og dag- drykkja, útrás bældrar og vansællar konu, eru illa liðin hjá forstjóranum. Hann tekur af henni fjárráðin og þegar það dugar ekki gripur hann til ennþá afdrifa- rikari ráða. Ymsar blikur eru á lofti i bókarlok, en von er til þess að Guðný fái næði til að gera upp líf sitt, velja sér fortíð þar sem hún skammast sín ekki fyrir neitt og þá framtið um leið. Hún getur átt eftir 253
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.