Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 134
Tímarit Máls og menningar
hlutarnir í bókinni eru hins vegar sam-
tölin og brot úr eintölum sem Halla heyrir
álengdar í samkvæmum, oft skemmtileg
og lifandi, drykkjuraus persóna sem sýnir
innantómt líf þeirra og mannhatur betur
en langar lýsingar, samtöl sem gefa jafnvel
persónueinkenni til kynna umfram annan
texta, t.d. samtölin milli mæðgnanna.
Heiti bókarinnar er líka gott, smellið
og eftirminnilegt, því hefði hæft vand-
legar skrifaður texti. En við látum eins og
ekkert hafi í skorist og bíðum næstu bókar
frá Magneu — hún hefur sýnt bæði í
ljóðum, smásögum og skáldsögu að hún
getur miklu betur en þetta.
Silja Aóalsteinsdóttir.
Til feíagsmanna
Nú er útgáfuáætlun þessa árs frágengin að mestu. Meðal þeirra bóka sem gefnar verða út
á árinu eru þrjár nýjar íslenskar skáldsögur, eftir Guðberg Bergsson, Guðlaug Arason og
Ólaf Hauk Símonarson, og Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson. Af erlendum bókum má nefna
endurútgáfu á skáldsögu Hemingways Hverjum klukkan glymur, hina frægu bók Heygðu
mitt hjarta við Undað Hne' eftir Dee Brown, sem er byggðarsaga Norður-Ameríku frá
sjónarhóli indíána, og síðast en ekki síst eru horfur á því að við frumprentum á íslensku
smásagnasafn eftir William Heinesen í ritröð verka hans í þýðingu Þorgeirs Þorgeirs-
sonar. Gefið verður út nýtt bindi Mannkynssögunnar, nýtt bindi í leikritasafni Shake-
speares, fyrsta bindi ritsafns Sverris Kristjánssonar og ný og aukin útgáfa á ritsafni
Jóhanns Sigurjónssonar. Óhætt er að segja að barnabókaútgáfa félagsins verði mjög
blómleg og fjölbreytt í ár, bæði frumsamdar bækur og þýddar.
Frágangur reikninga hefur dregist af ýmsum ástæðum, en ljóst er að afkoma félagsins
á síðastliðnu ári var mjög góð, ekki síður en á undangengnum árum. Rétt er þó að
minna á að ekkert kemur af sjálfu sér, áframhaldandi velgengni félagsins er komin undir
virkum áhuga félagsmanna. Félagsgjöld hafa innheimst illa í ár, um helmingur þeirra er
útistandandi þegar þetta er ritað.
Með hækkandi tölu félagsmanna undanfarið höfum við sífellt færst nær því mark-
miði að geta boðið öndvegisbækur mun ódýrari en venjulegt bókhlöðuverð er á
hverjum tima. Óhjákvæmileg forsenda þess er sú að félagsgjöld berist okkur á fyrri hluta
ársins. Eru félagsmenn eindregið hvattir til að greiða gjöld sín sem allra fyrst.
Þ.H.
256