Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 19
Gunnar Kristjdnsson Andstæðingar í öryggisleit Hví skyldu málefni friðarins vera mönnum svo hugleikin um þessar mundir sem raun ber vitni? Er ekki friður? Er ekki friður einkum á dagskrá þegar stríð er? Það er vissulega öllum kunnugt, að friður er ekki alls staðar í heiminum á þessari stundu. Víða leysa menn deilur, sýna yfirgang, kúga náungann eða verjast honum með vopnum. Og jafnvel á hinu friðsæla norðvesturhveli jarðar þar sem friður er sagður hafa ríkt allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, friður undir helskugga kjarnorkusprengjunnar, jafnvel þar hangir friður á bláþræði. En hvað er friður og hvað er stríð? Er friður, þegar vopnin tala ekki? Kjarnorkuvopn tala á annan hátt en önnur vopn, þögn þeirra eykur ekki frið í hugum manna, því þau tala með þögn sinni. Svo hafa menn talað um „hið þögla stríð“, hungrið, sem leggur 55 milljónir manna að velli á ári hverju, þar af 20 börn á hverri mínútu, tæpur milljarður manna býr við matarskort. Samt er nægur matur til og jörðin getur nært mun fleira fólk en nú byggir þessa jörð að óbreyttum aðstæðum hvað fæðuöflun snertir. En fjármagnið rennur til annarra hluta: til aukins vígbúnaðar. Hans vegna sveltur fólk um víða veröld, hans vegna óttast menn ótrúlega fullkomna hernaðartækni, hans vegna næra menn hatur hver til annars og hans vegna grefur kvíði og vonleysi um sig um allan heim. Það þarf því engan að undra að málefni friðarins séu mönnum hugleikin um þessar mundir. Fridur og hamingjuskilyrði Jeremía spámaður tók í hnakkadrambið á þeim spámönnum samtíðar sinnar sem töluðu fjálglega um frið fyrir um það bil 2700 árum og sögðu „friður, friður, þar sem enginn friður er“, svo vitnað sé í orð Jeremía sjálfs. Þá rétt eins og nú töldu margir sig vinna af einlægni í þágu friðarins. En ekki liggja allar leiðir til friðar, það ætti sagan að sýna. Þar á meðal voru leiðir falsspámanna sem gátu með rétti sýnt fram á, að stríð væri ekki. En þeir lokuðu augum sínum fyrir því, að skilyrða friðarins var ekki gætt þar sem fjöldi fólks bjó við misrétti, ótta, kúgun og einangrun. Friður var að mati spámannanna ástand, þar sem skapandi kraftar lífsins og samfélagsins fengu að njóta sín, þar sem jafnvægi ríkti, réttlæti, vinátta og nóg atvinna svo eitthvað sé nefnt. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.