Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 23
Andstcedingar í öryggisleit draum. Stefnan hefur aldrei verið ljósari en nú, helstefnan. Það sem um er að ræða eru hin nýju vopn, sem Atlantshafsbandalagið ætlar að byrja að setja upp á meginlandi Evrópu í lok þessa árs. Þau vopn munu festa ógnarjafn- vægið enn betur í sessi. Með því er óvináttan allt að því gerð að óhagganlegri staðreynd. Boðið um að elska óvininn er einn grundvallarþátta kristinnar lífsskoðun- ar og jafnframt eitt þeirra atriða, sem greinir kristna lífsskoðun frá sérhverri annarri lífsskoðun og öllum öðrum trúarbrögðum. Það felur fyrst og fremst í sér ákveðið viðhorf til óvináttunnar og óvinarins. Ovinurinn er tekinn gildur, óvináttan er fyrirbæri, sem er einnig í eigin fari. Þetta viðhorf er í raun róttæk lífsskoðun, sem felur í sér höfnun á því að skynja heiminn í svart/hvítu. Róttækur kristinn mannskilningur kemur fram í því hvernig Jesús tekur hina útskúfuðu — af hvaða orsökum sem það var — fram yfir hina sjálfumglöðu (bersyndugir, sjúkir, tollheimtumenn andspænis faríse- unum). Þau stjórnmálaöfl, sem vekja upp hatur og viðhalda því starfa í ótvíræðri andstöðu við þetta grundvallaratriði kristinnar trúar. Þetta felur þó hvorki í sér gagnrýni á heiðarleg átök í hita og þunga stjórnmálabaráttunnar, þegar um er að ræða málefnalegan ágreining, né heldur felst í þessari afstöðu til óvinarins undirgefni við málstað hans eða uppgjöf. En spyrja má hvort hatrið sé ekki uppgjöf, og þegar kjarnorkuvígbúnaður er annars vegar, hvort sú vígbúnaðarþróun merki ekki uppgjöf og ráðþrot stjórnmálamanna, sem hafa varpað málinu í hendur hernaðarsérfræðinga. Þríþœtt andóf Hér verður bent á þrjá þætti í því andófi gegn vígbúnaði risaveldanna, sem þróazt hefur á undanförnum árum innan kristinna kirkna. Þó verður ekki vikið að einum þætti málsins, sem er mjög áberandi í umræðunni bæði vestan hafs og austan, þ.e. viðhorfum „pasifista“ eða hinna eiginlegu friðarsinna í hefðbundnum skilningi, sem neita að bera vopn hvernig sem á stendur. Þar eru kvekarar fremstir í flokki, þótt þetta viðhorf eigi vaxandi fylgi að fagna innan stóru kirkjudeildanna. I fyrsta lagi rekst afstaðan til óvinarins, grundvöllur ógnarjafnvægisins, á einn meginþátt kristinnar lífsskoðunar. Öryggiskerfi sem byggist á linnu- lausu hatri til óvinar er í ótvíræðri andstöðu við kristna lífsskoðun. Hið forna kjörorð si omnes, ego non er hér í fullu gildi, það merkir, að jafnvel þótt allir aðrir geri það þá muni ég ekki fylgja þeim. Eindregið er einnig varað við áhrifum hernaðarsinna og ofbeldi í mannlegum samskiptum. Annað atriði er afstaðan til vopnanna sjálfra. Hvers konar vopn eru 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.