Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 23
Andstcedingar í öryggisleit
draum. Stefnan hefur aldrei verið ljósari en nú, helstefnan. Það sem um er að
ræða eru hin nýju vopn, sem Atlantshafsbandalagið ætlar að byrja að setja
upp á meginlandi Evrópu í lok þessa árs. Þau vopn munu festa ógnarjafn-
vægið enn betur í sessi. Með því er óvináttan allt að því gerð að óhagganlegri
staðreynd.
Boðið um að elska óvininn er einn grundvallarþátta kristinnar lífsskoðun-
ar og jafnframt eitt þeirra atriða, sem greinir kristna lífsskoðun frá sérhverri
annarri lífsskoðun og öllum öðrum trúarbrögðum. Það felur fyrst og fremst
í sér ákveðið viðhorf til óvináttunnar og óvinarins. Ovinurinn er tekinn
gildur, óvináttan er fyrirbæri, sem er einnig í eigin fari. Þetta viðhorf er í
raun róttæk lífsskoðun, sem felur í sér höfnun á því að skynja heiminn í
svart/hvítu. Róttækur kristinn mannskilningur kemur fram í því hvernig
Jesús tekur hina útskúfuðu — af hvaða orsökum sem það var — fram yfir
hina sjálfumglöðu (bersyndugir, sjúkir, tollheimtumenn andspænis faríse-
unum).
Þau stjórnmálaöfl, sem vekja upp hatur og viðhalda því starfa í ótvíræðri
andstöðu við þetta grundvallaratriði kristinnar trúar. Þetta felur þó hvorki í
sér gagnrýni á heiðarleg átök í hita og þunga stjórnmálabaráttunnar, þegar
um er að ræða málefnalegan ágreining, né heldur felst í þessari afstöðu til
óvinarins undirgefni við málstað hans eða uppgjöf. En spyrja má hvort
hatrið sé ekki uppgjöf, og þegar kjarnorkuvígbúnaður er annars vegar,
hvort sú vígbúnaðarþróun merki ekki uppgjöf og ráðþrot stjórnmálamanna,
sem hafa varpað málinu í hendur hernaðarsérfræðinga.
Þríþœtt andóf
Hér verður bent á þrjá þætti í því andófi gegn vígbúnaði risaveldanna, sem
þróazt hefur á undanförnum árum innan kristinna kirkna. Þó verður ekki
vikið að einum þætti málsins, sem er mjög áberandi í umræðunni bæði
vestan hafs og austan, þ.e. viðhorfum „pasifista“ eða hinna eiginlegu
friðarsinna í hefðbundnum skilningi, sem neita að bera vopn hvernig sem á
stendur. Þar eru kvekarar fremstir í flokki, þótt þetta viðhorf eigi vaxandi
fylgi að fagna innan stóru kirkjudeildanna.
I fyrsta lagi rekst afstaðan til óvinarins, grundvöllur ógnarjafnvægisins, á
einn meginþátt kristinnar lífsskoðunar. Öryggiskerfi sem byggist á linnu-
lausu hatri til óvinar er í ótvíræðri andstöðu við kristna lífsskoðun. Hið
forna kjörorð si omnes, ego non er hér í fullu gildi, það merkir, að jafnvel
þótt allir aðrir geri það þá muni ég ekki fylgja þeim. Eindregið er einnig
varað við áhrifum hernaðarsinna og ofbeldi í mannlegum samskiptum.
Annað atriði er afstaðan til vopnanna sjálfra. Hvers konar vopn eru
13