Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 37
Kjarnorkuvopnalaus svœði (1, 8) og síðan rýna í afstöðu og hugmyndir friðarsamtaka á Norðurlöndum og huga að á hvaða stigi sú umræða er (9, 10, 11). Fyrstu hugmyndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum tengjast mjög áðurnefndri Rapaci-áætlun. Sovétríkin virðast þegar í upphafi hafa haft áhuga á því að aukið yrði við svæðið í Mið-Evrópu til norðurs að Norðursjó og suðurs að Miðjarðarhafi, þannig að belti myndaðist þvert yfir Evrópu á milli NATO- og Varsjárbandalagsríkjanna. Það má vera að áhugi Sovétríkjanna hafi stafað af því að árið 1953 hafði NATÓ komið fyrir skammdrægum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu. Arið 1958 reit Búlganín forsætisráðherrum Norðurlanda bréf, þar sem viðruð var hugmynd um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd eða Norður- Evrópu. I svari Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, var ekki tekin bein afstaða til þessarar hugmyndar, en þess getið með tilvísun til varnarsamn- ingsins við Bandaríkin, að aldrei hafi verið rætt um eldflaugastöðvar á Islandi og engin ósk komið fram um slíkt. Þessi bréfaskrif Búlganíns voru til að fylgja eftir tillögu Sovétríkjanna frá árinu áður um ráðstefnu leiðtoga Evrópuríkja, þar sem auk banns við tilraunum með kjarnorku- og vetnis- vopn, yrðu ræddir möguleikar á því að koma upp kjarnorkuvopnalausum svæðum. Ekkert varð úr þessari ráðstefnu. A árunum 1961—2 lagði Östen Undén, utanríkisráðherra Svía, fram hugmyndir á þingi S.þ., sem hann setti að vísu ekki fram vegna spennu í Evrópu eins og Rapaci á sínum tíma, heldur vegna þess að samningar stórveldanna um bann við kjarnorkuvopnatilraunum voru komnar í strand. Þessum hugmyndum var ætlað að nálgast vandann eftir öðrum leiðum. í tillögum Undéns fólst að einstök ríki gætu að eigin frumkvæði samþykkt tilraunabann og jafnframt stigið skrefi lengra og lýst sig kjarnorkuvopna- laus. Ekkert mælti á móti því að þau gætu myndað samtök kjarnorkuvopna- lausra ríkja. Það er ástæða til að vekja athygli á þessum tillögum af því að þær gera ekki ráð fyrir landfræðilega afmörkuðum kjarnorkuvopnalausum svæðum og falla mjög að hugmyndum Pugwash-samtakanna. Það eru samtök vís- indamanna í Austri og Vestri sem hafa mótað þá stefnu að kjarnorkuvopna- laust svæði ætti að spanna allan hnöttinn og taka til sérhvers lands sem skuldbindur sig að heimila ekki kjarnorkuvopn á landi sínu (9). Hugmyndirnar sem nú eru efst á baugi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd eiga rót sína að rekja til Uhro Kekkonens, fyrrv. forseta Finnlands. Arið 1963 lagði hann til að Norðurlöndin tækju frumkvæði og lýstu því yfir að þau væru kjarnorkuvopnalaust svæði, til að rjúfa hina háskalegu þróun í Evrópu. Hann taldi að grundvöllur væri fyrir þessu þar eð Norðurlöndin, einnig NATÓ-ríkin Noregur og Danmörk, væru kjarnorkuvopnalaus og 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.