Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 37
Kjarnorkuvopnalaus svœði
(1, 8) og síðan rýna í afstöðu og hugmyndir friðarsamtaka á Norðurlöndum
og huga að á hvaða stigi sú umræða er (9, 10, 11).
Fyrstu hugmyndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum
tengjast mjög áðurnefndri Rapaci-áætlun. Sovétríkin virðast þegar í upphafi
hafa haft áhuga á því að aukið yrði við svæðið í Mið-Evrópu til norðurs að
Norðursjó og suðurs að Miðjarðarhafi, þannig að belti myndaðist þvert yfir
Evrópu á milli NATO- og Varsjárbandalagsríkjanna. Það má vera að áhugi
Sovétríkjanna hafi stafað af því að árið 1953 hafði NATÓ komið fyrir
skammdrægum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu.
Arið 1958 reit Búlganín forsætisráðherrum Norðurlanda bréf, þar sem
viðruð var hugmynd um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd eða Norður-
Evrópu. I svari Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, var ekki tekin bein
afstaða til þessarar hugmyndar, en þess getið með tilvísun til varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin, að aldrei hafi verið rætt um eldflaugastöðvar á
Islandi og engin ósk komið fram um slíkt. Þessi bréfaskrif Búlganíns voru til
að fylgja eftir tillögu Sovétríkjanna frá árinu áður um ráðstefnu leiðtoga
Evrópuríkja, þar sem auk banns við tilraunum með kjarnorku- og vetnis-
vopn, yrðu ræddir möguleikar á því að koma upp kjarnorkuvopnalausum
svæðum. Ekkert varð úr þessari ráðstefnu.
A árunum 1961—2 lagði Östen Undén, utanríkisráðherra Svía, fram
hugmyndir á þingi S.þ., sem hann setti að vísu ekki fram vegna spennu í
Evrópu eins og Rapaci á sínum tíma, heldur vegna þess að samningar
stórveldanna um bann við kjarnorkuvopnatilraunum voru komnar í strand.
Þessum hugmyndum var ætlað að nálgast vandann eftir öðrum leiðum. í
tillögum Undéns fólst að einstök ríki gætu að eigin frumkvæði samþykkt
tilraunabann og jafnframt stigið skrefi lengra og lýst sig kjarnorkuvopna-
laus. Ekkert mælti á móti því að þau gætu myndað samtök kjarnorkuvopna-
lausra ríkja.
Það er ástæða til að vekja athygli á þessum tillögum af því að þær gera
ekki ráð fyrir landfræðilega afmörkuðum kjarnorkuvopnalausum svæðum
og falla mjög að hugmyndum Pugwash-samtakanna. Það eru samtök vís-
indamanna í Austri og Vestri sem hafa mótað þá stefnu að kjarnorkuvopna-
laust svæði ætti að spanna allan hnöttinn og taka til sérhvers lands sem
skuldbindur sig að heimila ekki kjarnorkuvopn á landi sínu (9).
Hugmyndirnar sem nú eru efst á baugi um kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd eiga rót sína að rekja til Uhro Kekkonens, fyrrv. forseta Finnlands.
Arið 1963 lagði hann til að Norðurlöndin tækju frumkvæði og lýstu því yfir
að þau væru kjarnorkuvopnalaust svæði, til að rjúfa hina háskalegu þróun í
Evrópu. Hann taldi að grundvöllur væri fyrir þessu þar eð Norðurlöndin,
einnig NATÓ-ríkin Noregur og Danmörk, væru kjarnorkuvopnalaus og
27