Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 58
Tímarit Máls og menningar
Hlynur bifvélavirki var útá bílaverkstæði skítugur og olíublettóttur
með gömul skítug hornspangargleraugu sem hann festi með svartri
teygju gegnum grátt hárið afturá hnakka.
I rauninni var Hlynur enginn bifvélavirki og bílaverkstæðið ekkert
bílaverkstæði, hann var bara laghentur juðari sem hafði þennan skúr
til umráða og dyttaði þar að bílhræjum sem hann sankaði að sér.
Hann var sérfræðingur í austurevrópskum bílum, rússneskum
moskóvits, tékkneskum skóda og austurþýskum plastbílum, þeir
urðu jafnan næstum verðlausir eftir nokkur ár, án þess að vera
ógangfærir eða alveg ónýtir. I þannig ástandi fékk Hlynur þá fyrir
slikk og dröslaði þeim heim að skúr, meiningin var sú að gera þá upp
og selja síðan með hagnaði. Hann byrjaði alltaf á þeim með miklum
krafti, reif í sundur, lagaði, bætti, kýttaði, þessi var kannski með gott
boddí en ónýtan gírkassa, þá tók hann gírkassann úr öðru hræi sem
var með ónýtt boddí, hann skrúfaði lakkaði og smurði, en kláraði
aldrei neitt. Hann hafði bara gaman af hálfónýtum druslum en missti
áhugann þegar þær áttu eftir herslumuninn í að verða heillegir bílar.
Hálfkaraðir stóðu þeir og rykféllu í skúrnum um mánaðartíma, svo
fóru þeir að vera fyrir og voru dregnir aftur út til að grotna niður og
verða aftur að hræjum.
Bílflökin í kringum skúrinn voru óteljandi, það var svo mikið skil-
greiningaratriði hvað telja átti bíl, sumir voru hálfir, aðrir ekkert
nema grindin og dekkin, bretti og hurðir í hrúgu, vélar og gírkassar
innanum bíla í heilu lagi; það var ekki hægt að telja flökin í stykkjum,
hefði þurft að reikna þau út eftir vigt einsog brotakexið úr kexverk-
smiðjunni.
Hlynur var álitinn góðmenni, brosti mikið, en það náði aldrei til
augnanna, svo datt brosið og hann varð aftur áhyggjufullur hrukkótt-
ur og andvarpandi.
Af hverju hann var alltaf svona áhyggjufullur skildi enginn. Það
var svosem ekki baslið á Hlyni. Hann átti Hlynsbragga, sem var
stærsti bragginn í hverfinu, einsog T í laginu, með svona botnlanga út
úr aðalskálanum, Hlynur kallaði það kálfinn. Bragginn var heillegur
og skar sig úr, oftast málaður. Þar bjó hann með konunni sinni sem
var kölluð Lauga skakka afþví hún var eitthvað lömuð og skakklapp-
aðist áfram. Hún var þvottakona, þvoði þvott fyrir fólk hvaðanæfa
að úr bænum og hafði það miklar tekjur, að Hlynur gat rólegur leyft
48