Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 58
Tímarit Máls og menningar Hlynur bifvélavirki var útá bílaverkstæði skítugur og olíublettóttur með gömul skítug hornspangargleraugu sem hann festi með svartri teygju gegnum grátt hárið afturá hnakka. I rauninni var Hlynur enginn bifvélavirki og bílaverkstæðið ekkert bílaverkstæði, hann var bara laghentur juðari sem hafði þennan skúr til umráða og dyttaði þar að bílhræjum sem hann sankaði að sér. Hann var sérfræðingur í austurevrópskum bílum, rússneskum moskóvits, tékkneskum skóda og austurþýskum plastbílum, þeir urðu jafnan næstum verðlausir eftir nokkur ár, án þess að vera ógangfærir eða alveg ónýtir. I þannig ástandi fékk Hlynur þá fyrir slikk og dröslaði þeim heim að skúr, meiningin var sú að gera þá upp og selja síðan með hagnaði. Hann byrjaði alltaf á þeim með miklum krafti, reif í sundur, lagaði, bætti, kýttaði, þessi var kannski með gott boddí en ónýtan gírkassa, þá tók hann gírkassann úr öðru hræi sem var með ónýtt boddí, hann skrúfaði lakkaði og smurði, en kláraði aldrei neitt. Hann hafði bara gaman af hálfónýtum druslum en missti áhugann þegar þær áttu eftir herslumuninn í að verða heillegir bílar. Hálfkaraðir stóðu þeir og rykféllu í skúrnum um mánaðartíma, svo fóru þeir að vera fyrir og voru dregnir aftur út til að grotna niður og verða aftur að hræjum. Bílflökin í kringum skúrinn voru óteljandi, það var svo mikið skil- greiningaratriði hvað telja átti bíl, sumir voru hálfir, aðrir ekkert nema grindin og dekkin, bretti og hurðir í hrúgu, vélar og gírkassar innanum bíla í heilu lagi; það var ekki hægt að telja flökin í stykkjum, hefði þurft að reikna þau út eftir vigt einsog brotakexið úr kexverk- smiðjunni. Hlynur var álitinn góðmenni, brosti mikið, en það náði aldrei til augnanna, svo datt brosið og hann varð aftur áhyggjufullur hrukkótt- ur og andvarpandi. Af hverju hann var alltaf svona áhyggjufullur skildi enginn. Það var svosem ekki baslið á Hlyni. Hann átti Hlynsbragga, sem var stærsti bragginn í hverfinu, einsog T í laginu, með svona botnlanga út úr aðalskálanum, Hlynur kallaði það kálfinn. Bragginn var heillegur og skar sig úr, oftast málaður. Þar bjó hann með konunni sinni sem var kölluð Lauga skakka afþví hún var eitthvað lömuð og skakklapp- aðist áfram. Hún var þvottakona, þvoði þvott fyrir fólk hvaðanæfa að úr bænum og hafði það miklar tekjur, að Hlynur gat rólegur leyft 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.