Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 83
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
A small-community writer would normally accept any bid from a translator
to translate a book of his into a large-community language, and even be
willing to pay the translation fees himself, although they may be exorbitant.
The translation finished, a still bigger problem looms: that of finding a
publisher for the translation. This can easily turn into a tragic situation . . . ’>
Þessi athyglisverðu orð Halldórs Laxness um minnimáttarstöðu rithöfunda
í litlu málsamfélagi gagnvart þýðendum og útgefendum eiga vel við um ritið
Icelandic Writing Today. Og þau skýra a.m.k. að einhverju leyti af hverju
höfundarnir hafa yfirleitt viljað láta birta þar eftir sig verk. Ekki verður
heldur annað sagt en útkoman sé tragísk.
Hér verður ekki farið út í túlkunaratriði, né það hvort enskan á þýð-
ingunum geti yfirleitt talist eðlilegt mál, heldur aðeins bent á augljósar
rangfærslur og villur á yfirborði textans. Við athugunina voru teknar
stikkprufur á víð og dreif um ritið, og þótt hún sé langt frá því að vera
tæmandi, má ætla að hún gefi nokkuð örugga vísbendingu um það hvernig
að þessu riti er staðið.
Ekki virðist alltaf vera sinnt um upprunalega erindaskipan ljóðanna, og
ber einkum á því að tvö erindi renni saman í eitt. Þetta má m.a. sjá í ljóði
Sigfúsar Daðasonar, „Það hæfir manni ágætlega að deyja“, sem er tvö erindi
í frumtexta en verður að einu í þýðingunni.2) I „Ferð“ eftir Snorra Hjartar-
son hafa fjórða og fimmta erindi orðið að einu,3) og í „Bifreiðin sem hemlar
hjá rjóðrinu” eftir Stefán Hörð Grímsson eru fyrsta og annað erindi orðin
að einu og sömuleiðis fjórða og fimmta erindi.,) Erindaskipan er hluti af
byggingu ljóðs og skiptir máli fyrir merkingu þess. Hana ber því skilyrðis-
laust að virða.
Þessi skortur á næmi þýðanda fyrir byggingu kemur greinilega fram í
meðferð hans á ljóðinu „takið eftir. takið eftir“ eftir Ólaf Hauk Símonar-
son, sem er byggt upp sem auglýsing. I frumtexta er fyrirsögnin órjúfan-
legur hluti ljóðsins, þar sem hún er einnig fyrsta lína þess.5) Með því að gera
slagorð auglýsingarinnar um leið að fyrirsögn ljóðsins er verið að sýna
hliðstæðu með kaupsýslumanni og skáldi, vöru og ljóði. Þetta stílbragð fer
með öllu forgörðum í þýðingunni, því að þar hefur annarri fyrirsögn verið
bætt ofan við þá upprunalegu, sem gegnir þá ekki lengur tvöföldu hlutverki
í ljóðinu.
Mjög algengt er að mikilvæg orð og setningar frumtexta beinlínis vanti í
þýðinguna, og á þetta jafnvel við um heil erindi. Þannig er ljóðið „Sporglað-
ir hestar“ eftir Einar Braga þrjú erindi bæði í Gestaboð um nótt (1953) og /
Ijósmálinu (1970), en í þýðingunni getur aðeins að líta það fyrsta, og virðist
því vanta tvö erindi aftan af. I ljóðinu „Santo Domingó" eftir Hannes
Sigfússon hefur verið hlaupið yfir línu, sem vægast sagt brenglar allri
73