Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 84
Tímarit Máls og menningar
merkingu þess. í öðru erindi segir í frumtexta: Ég held á fjögurra laufa
smára / Þab táknar hamingju / Ég neita því ekki.6> I þýðingunni verður
þetta: I hold a four-leaf clover / I don’t deny it. Miðlínan hefur sem sagt
fallið brott með þeim afleiðingum að hugleiðingar ljóðmælanda varða ekki
lengur hamingjuna, heldur það hvort hann haldi á fjögurra laufa smára eða
ekki.
Þá gætir þess töluvert í þýðingum, að sleppt er einu og einu orði, án þess
að í því megi sjá nokkurn listrænan tilgang. Hins vegar verða slíkar
úrfellingar oftar til að eyðileggja myndmál frumtexta og táknræna merk-
ingu. Þetta gerist t.a.m. í ljóðinu „Ferð“ eftir Snorra Hjartarson, þar sem
verið er að lýsa himintunglum um kvöld með sigð sem er „reidd að bleikum
stjörnum“.7) I þýðingunni er lýsingarorðinu bleikum hreint og beint sleppt.
Myndin missir lit og feigðarstemningin sem í henni býr verður að engu.
Hjálpar hér ekki þótt þýðandi bendi alveg sérstaklega á það í yfirlitsgrein
sinni að eitt helsta einkenni á ljóðum Snorra sé „a truly fascinating display
of color“.
Mest áberandi eru þessar úrfellingar í þýðingunni á sögu Svövu
Jakobsdóttur „I draumi manns“, sem með þessu lagi hefur verið dregin
töluvert saman. I sumum köflunum virðist fremur um endursögn en
þýðingu að ræða, og ber það vott um furðulega lítilsvirðingu á svo
vönduðum og hnitmiðuðum texta. Hér verður aðeins nefnt eitt dæmi, en
það er úr lýsingunni á serknum sem brúðurin hafði viljað gifta sig í. I
frumtexta segir:
— hann var víður og þvingaði hana því hvergi og þess vegna gat hún hreyft sig
í honum áhyggjulaus og í honum gat hún frjáls farið allra sinna ferða.8)
I þýðingunni verður þetta:
it was roomy, comfortable, loose enough to move in flexibly, and suitable
anywhere.
Þessar fáu línur frumtextans hefur þýðingunni tekist að stytta um meir en
helming, eða úr 28 orðum niður í 13. I stað áþreifanlegra mynda er hrúgað
upp innantómum lýsingarorðum án nokkurrar táknrænnar skírskotunar, og
andstæðurnar sem felast í orðunum um þvingun og frelsi eru einfaldlega
þurrkaðar út. Það hefði verið sjálfsögð kurteisi bæði gagnvart lesendum og
höfundi að merkja þessa sögu með „stytt og endursagt“.
Mikið er um þýðingarvillur sem rekja má til fljótfærni og jafnvel mislestr-
ar. I upphafslínum hins fræga kvæðis Stefáns Harðar Grímssonar „Vetrar-
dagur“ stara brostin augu vatnanna í „grænan febrúarhimin“.9) Við svona
litan himin virðist þýðandinn hins vegar ekki hafa kannast og breytir
74