Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 87
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis í þýðingunni verður það: No sunny hours awaited you. You jumped fully formed from your master’s head only to perish in the furious surf. I ljóði Vilborgar er vísað í goðsögnina um Pallas Aþenu og umhverfi hennar við sólskinsstrandir Miðjarðarhafsins sem sett er upp sem andstæða við brimrót norðursins og aðstæður Heddu. I fljótfærni sinni hefur þýðandi hins vegar auðsjáanlega lesið sólskinsstrandir í fyrstu ljóðlínu sem sól- skinsstundir (sem er kvenlegra?), og sú heilsteypta mynd af ströndum og sjó sem ljóðið byggir á þurrkast gjörsamlega út. Oft má sjá að þýðandi hefur bókstaflega gefist upp gagnvart myndmáli, jafnvel þótt ætla megi að hann hafi skilið það. Gott dæmi um þetta er úr ljóðinu „Sporglaðir hestar“ eftir Einar Braga, sem renna sköfluðum hófum á skeið / yfir gljáandi ísa: / skelþunna spöng / milli hvelfinga lífsins og dauðans.'6> Með þessari sterku mynd og ekki síst hljóðlíkingu stuðlasetning- arinnar er höfðað bæði til sjónar og heyrnar. I þýðingunni flest hún hins vegar alveg út, þar sem hluti hennar er einfaldlega þýddur með hugtaki. Hestarnir renna ekki lengur sköfluðum hófum á skeið heldur „race with boldness", sem er útskýring en ekki mynd og nær ekki að sýna lífsháskann sem í andstæðu hófanna og ísspangarinnar felst. A fáum stöðum er þó farið jafnilla með myndmál og í þýðingunni á sögu Svövu Jakobsdóttur „I draumi manns“, en þar hefur þýðandi ekki áttað sig á aðaltákni sögunnar sem felst í myndinni af draumi karlmannsins og fangelsun konunnar, og undirstrikað er með sjálfu nafninu. Þessi mynd kemur fyrir sem leiðarminni um alla söguna, og í eitt fyrsta skipti sem henni er brugðið upp segir svo: Aldrei hafði hana grunað að hann byggi yfir slíkum draumum en skyndilega og ódulbúnir höfðu þeir brotist fram í augum hans þegar hann horfði á hana og magnað hana til sín. Oðar en varði var hún orðin fangi í hugskoti hans.'7) I þýðingunni segir hins vegar: She never suspected him of harboring the kind of fantasy that revealed itself unmasked in his eyes. They magnetized her; in a flash she became the slave of his imagination. Hér er myndin af draumunum horfin og búið að gera fangann að þræl, auk þess sem textinn hefur verið styttur um fjórðung. Gegnumfærð nýgerv- ing sögunnar er orðin að nykraðri mynd sem hvergi kemur fyrir í sögum 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.