Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 88
Tímarit Máls og menningar Svövu Jakobsdóttur og aldrei hefur þótt gott einkenni á bókmenntum. Þessu hefði verið hægt að komast hjá ef þýðandi hefði aðeins haldið sig trúverðuglega við frumtextann í stað þess að fara að bæta um betur og skálda sjálf. I þessari sögu gegna endurtekningar mjög ákveðnu hlutverki fyrir merk- ingu sögunnar, og ekki heldur þeim hefur þýðingunni tekist að koma til skila. Hér verður aðeins nefnt eitt dæmi, en það varðar lýsingu á vitund karlmannsins. Eftir giftingarathöfnina fara þau heim „í litlu íbúðina sína í Breiðholtinu sem hann sagði alltaf að væri bara til bráðabirgða því hún ætti skilið dýrlega höll. Hún var vön að hlæja að þessu og svara: já, einhvern tíma reisirðu dýrlega höll“.18) Hlutverk endurtekningarinnar hér er að sýna að orðasambandið dýrleg höll er orðið að eins konar klifun í huga karl- mannsins sem hann lætur stjórnast af. I þýðingunni missir þetta stílbragð alveg marks því að þar hefur þýðanda fundist ástæða til að breyta um, líklega til að hafa meiri tilbrigði í stílnum, og þýðir orðasambandið með „a magnificent place“ í fyrra skiptið og „a fine mansion“ í það síðara. I heild má segja um flestar þýðingar þessa rits að meir hafi verið lagt upp úr að koma til skila yfirborðslegri atburðarás en listrænu formi og dýpri merkingu. En bókmenntir eru ekki síður form en efni, og án formsins verða engar bókmenntir. Hvergi kemur þetta eins vel fram og í þýðingunni á ljóðinu „Tútmósis 111“ eftir Þorstein frá Hamri, þar sem sjálf merkingin einmitt felst í samspili efnis og forms: á dimmri nóttu dreymdi mig tútmósis III. hann dvaldi við rekkjustokkinn gegn samþykki mínu hann var svartur sem bik og sagði með þvíngaðri grettu ég sigraði í gærdag hálendi palestínu svo stökk hann burt því ég bað hann um sígarettu 19) I þýðingunni verður þetta: On a dark night I dreamt of Tutmoses III. Against my consent he lingered at my bedside. He was black as pitch and said with a constrained grimace: Yesterday I conquered the highlands of Palestine. Then he jumped away as I asked him for a cigarette. Hér hefur einfaldlega verið þýtt frá orði til orðs eins og upp úr íslensk- enskri orðabók án nokkurs tillits til hrynjandi, stuðlasetningar og ríms, 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.