Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 94
Tímarit Máls og menningar En ég geri ráð fyrir þessu vegna þess, að hitt leiðir að mínum dómi í ógöngur. Páll: Já, já, ég veit það. Brynj.: Já, þú veist það, svo þetta er nú held ég skýrt hjá okkur, er það ekki? Við þurfum ekki að hafa fleiri orð um það. Þá kem ég að aðalatriðinu, einmitt því sem þú varst að tala um í upphafi. I síðari hlutanum tekur þú dæmi af tveimur mönnum. Annar er hluthyggjumaður, og reynir að skýra vitundina út frá hlutveruleikanum. Hinn er hughyggjumaður, sem reynir að skýra hlutveruleikann út frá vitundinni. Og báðir hafa ratað í villu sem þeir eiga enga leið út úr. Þú setur mig í hlutverk hluthyggjumannsins og Sartre í hlutverk hughyggju- mannsins. Þú lýsir þessum andstæðum og til hvers þær leiða, með mikilli prýði. Þetta er skemmtilegur kafli, sem ber vitni bæði um góðan kennara og góðan rithöfund. En það er einn galli, finnst mér — ég er ekki rétti maðurinn í hlutverkið. Eg hef alls ekki þær skoðanir, sem þú lætur hluthyggjumann þinn halda fram. Þú segir, að eins og Sartre rjúfi ég afstæði vitundar og hlutveruleika og líti á hlutveruleikann sem algildan. Við þetta vil ég alls ekki kannast. I þessu sambandi notar þú hugtakið „hlutveruleiki“ í öðrum skilningi en ég, eins og þú segir sjálfur í athugasemd. Eigi að síður gerir þú skilmerkilega grein fyrir skoðunum mínum í fyrra hluta ritgerðarinnar. Þar lýsir þú ágætlega skilningi mínum á hlutveruleikahugtakinu, og segir t.d. að ég ráðist harkalega á þær kenningar sem gera sjálfið að afurð hlutlægra ferla. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef sjálfur verið að bera mig að gera grein fyrir. Þið munið, að fyrr í þessu spjalli okkar sagði ég, að hlutveruleikinn, óháð allri vitund um hann, sé sértak og ekkert annað en sértak. Og ef maður gerir hann að einhverju meira, þá verður ekkert vit í hugtakinu. Þá vil ég enn einu sinni vísa til 11. kaflans í A mörkum mannlegrar þekkingar. Þar segi ég um hlutveruleikahugtakið: „Hvernig er unnt að tala um veruleika, sem ekki getur birst í neinu? Slíkur veruleiki er m.ö.o. neikvæði alls veruleika.“ Og síðar: „Hvers konar veruleiki er það, sem engin vitandi vera getur nokkru sinni vitað eða gert sér nokkra hugmynd um, vegna þess að sjálft inntak hans felst í því að vera handan allrar vitundar“. Og niðurstaðan er sú, að „án einingar sjálfsveru og hlutveru í merkingunni áorkun og andlag", sé enginn raunveruleiki. Að fella sjálfsveruna inn í það hugtakakerfi, sem einungis getur tekið til hlutveru- leikans, sé hinsvegar eins og að freista þess að bera sólskinið inn í trogum. Þetta er skrifað fyrir u.þ.b. 20 árum. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.