Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 95
Samrœða um hluthyggju og hughyggju
Nú, í Lögmáli og frelsi, kaflanum um tilgengi, vík ég einmitt að
tilraunum efnisvísindanna til þess að skýra vitundina út frá lögmálum
efnisveruleikans, eins og þú lætur hluthyggjumann þinn gera. Og niður-
staðan er sú, að það sé ekki hægt. Því að engin lögmál hlutveruleikans
geti skýrt það undur, að ákveðin hlutveruleg ferli skuli leiða til vitundar.
Þetta sé óhugsandi, vegna þess, „að hin hlutverulega skilgreining tekur
aðeins til annars horfsins. Vér getum sagt ytra borðsins, þess sem birtist
oss í þeirri veru, sem hlutveruleikinn orkar á manninn." Til þess að leysa
þennan vanda þurfi nýja heimssýn, sem felst í þessu tvennu: „1)
Hlutvera og sjálfsvera eru eining og aðeins til sem eining. 2) Framvindan
er órofa veruleiki, fortíð, nútíð og framtíð eru aðeins viðmiðun við
ákveðinn punkt í tímanum.“ Og í síðustu bókinni — Heimi rúms og
tíma — segi ég að heimsskoðun sem klýfur tilveruna í tvennt, fái ekki
staðist, og vitund út af fyrir sig og efni eða hlutvera út af fyrir sig sé í
rauninni enginn veruleiki. En að gera sér grein fyrir þessu sé þó aðeins
fyrsta skrefið til þess að leysa vandann.
Eg held því, að ekki fari milli mála, að ég hef allt aðrar skoðanir en
hluthyggjumaður þinn í dæmisögunni, og er m.a.s. með öllu andvígur
forsendum hans. Ógöngur hans geta því ekki verið mínar ógöngur. Eg
reyni einmitt að sýna fram á, að hann hlýtur að lenda í þeim ógöngum
sem þú ert að lýsa. Svo ég held að það sé rétt hjá mér, að þú getir ekki
notað mig í hlutverkið. Þess vegna kann ég ekki við, að þessi persóna þín
gangi undir nafninu Brynjólfur. Því það er allt önnur persóna en sá
Brynjólfur, sem þú ræðir um af svo miklum skilningi í fyrri hluta
greinarinnar.
Páll: Eg segi hvergi í greininni að þú sért hluthyggjumaður. Ég segi
heldur hvergi að Sartre sé hughyggjumaður. Eg er ekki að gera ykkur
upp skoðanir, heldur er ég að athuga hvernig þið horfið við hvor frá
annars sjónarmiði, hvernig þín heimspeki horfir við frá sjónarmiði
Sartres og hvernig Sartre horfir við frá þínu sjónarmiði. Það hefur komið
fram hjá þér áður, að þú lítur á Sartre sem hughyggjumann. Sartre hefði
sjálfur neitað þeirri skoðun eindregið, hann leit alls ekki á sig sem
hughyggjusinna. Eg er að gera vissa tegund af samanburði og reyna að
leiða þann samanburð til rökréttrar niðurstöðu.
Það kemur auk þess fram bæði í fyrri hluta og síðari hluta greinarinn-
ar, raunar, að ég túlka ekki heimspeki þína sem hluthyggjuheimspeki.
Mikilvægasta atriðið í samanburðinum er það, sem mér finnst þið Sartre
eiga sameiginlegt. Báðir berjist þið fræðilega fyrir frelsinu sem raunveru-
85