Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 95
Samrœða um hluthyggju og hughyggju Nú, í Lögmáli og frelsi, kaflanum um tilgengi, vík ég einmitt að tilraunum efnisvísindanna til þess að skýra vitundina út frá lögmálum efnisveruleikans, eins og þú lætur hluthyggjumann þinn gera. Og niður- staðan er sú, að það sé ekki hægt. Því að engin lögmál hlutveruleikans geti skýrt það undur, að ákveðin hlutveruleg ferli skuli leiða til vitundar. Þetta sé óhugsandi, vegna þess, „að hin hlutverulega skilgreining tekur aðeins til annars horfsins. Vér getum sagt ytra borðsins, þess sem birtist oss í þeirri veru, sem hlutveruleikinn orkar á manninn." Til þess að leysa þennan vanda þurfi nýja heimssýn, sem felst í þessu tvennu: „1) Hlutvera og sjálfsvera eru eining og aðeins til sem eining. 2) Framvindan er órofa veruleiki, fortíð, nútíð og framtíð eru aðeins viðmiðun við ákveðinn punkt í tímanum.“ Og í síðustu bókinni — Heimi rúms og tíma — segi ég að heimsskoðun sem klýfur tilveruna í tvennt, fái ekki staðist, og vitund út af fyrir sig og efni eða hlutvera út af fyrir sig sé í rauninni enginn veruleiki. En að gera sér grein fyrir þessu sé þó aðeins fyrsta skrefið til þess að leysa vandann. Eg held því, að ekki fari milli mála, að ég hef allt aðrar skoðanir en hluthyggjumaður þinn í dæmisögunni, og er m.a.s. með öllu andvígur forsendum hans. Ógöngur hans geta því ekki verið mínar ógöngur. Eg reyni einmitt að sýna fram á, að hann hlýtur að lenda í þeim ógöngum sem þú ert að lýsa. Svo ég held að það sé rétt hjá mér, að þú getir ekki notað mig í hlutverkið. Þess vegna kann ég ekki við, að þessi persóna þín gangi undir nafninu Brynjólfur. Því það er allt önnur persóna en sá Brynjólfur, sem þú ræðir um af svo miklum skilningi í fyrri hluta greinarinnar. Páll: Eg segi hvergi í greininni að þú sért hluthyggjumaður. Ég segi heldur hvergi að Sartre sé hughyggjumaður. Eg er ekki að gera ykkur upp skoðanir, heldur er ég að athuga hvernig þið horfið við hvor frá annars sjónarmiði, hvernig þín heimspeki horfir við frá sjónarmiði Sartres og hvernig Sartre horfir við frá þínu sjónarmiði. Það hefur komið fram hjá þér áður, að þú lítur á Sartre sem hughyggjumann. Sartre hefði sjálfur neitað þeirri skoðun eindregið, hann leit alls ekki á sig sem hughyggjusinna. Eg er að gera vissa tegund af samanburði og reyna að leiða þann samanburð til rökréttrar niðurstöðu. Það kemur auk þess fram bæði í fyrri hluta og síðari hluta greinarinn- ar, raunar, að ég túlka ekki heimspeki þína sem hluthyggjuheimspeki. Mikilvægasta atriðið í samanburðinum er það, sem mér finnst þið Sartre eiga sameiginlegt. Báðir berjist þið fræðilega fyrir frelsinu sem raunveru- 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.