Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar Ur sveit í borg Þótt aldursmunur sé ekki mikill á konunum í sögunni eru þær þó fulltrúar tveggja ólíkra heima í íslensku þjóðlífi aldarinnar. Sala kemur til okkar úr veröld hins hefðbundna íslenska sveitalífs, en að baki sögukonu erum við okkur meðvituð um nútímalíf borgarinnar. Þessir heimar eru, eins og svo margt í bókinni, miklu fremur gefnir í skyn en að fjallað sé beinlínis um þá. Samt fáum við ótrúlega skýra mynd af lífi Sölu og ein efnisgrein virðist nægja tii að gefa sterkar vísbendingar um umhverfi sögukonu (9—10). Og dauði Salóme veldur því meðal annars að sögukona „hugsaði um firringu borgarlífsins, þéttbýlisfólksins.“ (11) Jakobína er ef til vill sá höfundur íslenskur sem fjallað hefur af mestri tilfinningu um þær stórgerðu þjóðfélagsbreytingar eftirstríðsáranna er leiddu til þessarar þéttbýlismyndunar, borgarlífs nútímans. En hún átti jafnframt lengi erfitt með að horfast í augu við þær, ganga út frá þeim sem staðreyndum í skrifum sínum. I ritdómi um Snöruna í Skírni 1969 farast Svövu Jakobsdóttur svo orð: Nálægð og samþjöppun efnis eru kostir ádeilunnar. Hinu er ekki að neita, að viðhorf bókarinnar kann að virðast einhæft. Það er kunnugt úr fyrri bókum Jakobínu, að hún harmar hnignun bændaþjóðfélagsins og telur sveitalíf sannastan lífshátt íslenskan. í Snörunni er þessi sannfæring hennar enn sterk . . . Þeir fjölmörgu íslendingar, sem eiga uppruna sinn - og vandamál — í borg, hljóta að líta á þessa lausn sem óraunhæft afturhvarf og óæskilegt. (253) Með Lifandi vatninu — — — (1974) verða nokkur þáttaskil í afstöðu Jakobínu. Pétur verkamaður reynir að flýja firringu borgarlífsins á vit bernskustöðva sinna, en í sögulok veit hann að ekki verður aftur snúið: „Eg get ekki horfið aftur til upphafs míns, annar var þar.“ (203). En með þessu er þó ekki horfst í augu við borgarsamfélagið, sem virðist vélrænt og vonlaust. Og sterkasta kennd bókarinnar er vafalítið eins konar bernskuvitund um sveitina, náttúruna og lifandi tengsl við landið, sett fram á auðugu og oft hugljúfu máli: Ain kemur streymandi til móts við augu lítils drengs, streymir silfurglitrandi inn í augu hans til að hugfestast honum og streyma í vitund hans hverja stund síðan. Drengur stendur á árbakkanum og horfir á bjartan flauminn. Um- hverfis hann er grænt gras, yfir honum bládjúpur himinn með hvítum skýjum á stöku stað, allt kyrrt og hljótt, nema vatnsfallið hvíslar í sífellu um leið og það rennur hjá. (54) 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.