Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 107
. . . þetta er skáldsaga
í nýjustu bók höfundar kveður við allt annan tón. Hið gamla sveitalíf
er hvergi málað fögrum litum og ekki er dregið úr harðneskju þess og
einangrun (sem þýðir þó ekki að gildi þess sé rýrt). Þó hin nýja borgar-
menning sé kannski allt annað en eftirsóknarverð er þróun í átt til
hennar sett fram sem gangur sögunnar. „Að flytja suður“ er stef sem
myndar þráð um alla söguna; allir stefna á mölina. Sala er mjög andhverf
þeirri hugmynd að flytja suður: „Það kemur aldrei til.“ (19) En kald-
hæðni örlaganna sendir hana suður líka og skilur bæinn eftir í eyði.
Hinn einfaldi, stuttaralegi tónn sögunnar sýnir lesanda slík þjóðfé-
lagsumskipti í einkar raunsæju ljósi, sem síður var fyrir hendi í Lifandi
vatninu — — —
Bara saga
Á sjötta áratugnum hófst mikil umræða um kreppu skáldsögunnar,
jafnvel hugsanlegan „dauða“ hennar, um vangetu hennar til að túlka
nútímaveröld mannsins. Samhliða þessu tekur skáldsagan að skoða sjálfa
sig í auknum mæli og verk þau sem kennd eru við póstmódernismann
snúast oft inn í sjálf sig, svo að segja; þau benda lesandanum á að þau séu
einfaldlega sögur og sýna honum hvernig þau eru sett saman. I sama
klefa á það sameiginlegt með þeim verkum póstmódernismans sem ég tel
rísa hæst að sagan afneitar hvorki öðrum söguefnum sínum né persón-
um, þótt hún sé vísvituð saga og taki sjálfa sig til umfjöllunar. I sama
klefa hefur eftir sem áður að geyma söguna um hana Sölu. Því söguefni
er miðlað um hina sérstæðu formgerð verksins, en hún hefur greinileg
áhrif á viðtöku lesanda; væntingum hans er haldið í stöðugri spennu
með rammabyggingu og mismunandi fjarlægðum innan verksins.
En þessi formgerð neyðir okkur jafnframt til að sjá að verkið er „bara
saga“. Þegar sögukona segir undir sögulok að „Það væri ósköp auðvelt
að ljúka bókinni hér. En hvorttveggja er, að þetta er skáldsaga en ekki
ferðasaga . . . “ (96), þá vitum við að þetta gætu allt eins verið orð
Jakobínu og að ekki aðeins sagan af Sölu, heldur líka sögukonan og
hennar veröld er tilbúningur, einungis skáldskapur höfundar. Gyðja
frásagnarinnar, hin listræna blekking er rofin fyrir augum okkar og þeir
sem vilja fá að „heyra sína sögu og ekkert múður“ eru kannski vonsvikn-
ir. En við fáum býsna margt í staðinn. Enn einu „spennusviði" er aukið
við söguna, því hér myndast togstreita milli skáldskapar og veruleika,
97