Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 125
öðru lagi er vandanum að vera til snúið
uppí einangruð persónuvandamál sem
eru afhjúpuð í játningastíl; því greiðar
sem vitnaleiðslan gengur því auðveldar
reynist að slíta yrkisefnið úr tengslum
við allt og alla; þannig er sársaukanum,
sem verið er að opinbera, hlíft, líkt og
þegar fólk léttir á margslunginni van-
líðan með því að útmála eitt einstakt
áhyggjuefni; eftir standa birtingarform
og einkenni fremur en kjarni málsins. I
þriðja lagi er vandanum að vera til varp-
að yfirá umheiminn eða hluta hans,
hefðinni og smáborgaranum er gefið
langt nef, neyslan bannfærð osfrv., oftar
en ekki í nafni einhverskonar róttækni
sem er þó fyrst og fremst nihilismi sem
langar að vera svolítið aristókratískur;
ljóðlist af þessu tagi getur verið hressileg
við fyrsta lestur en reynist ófullnægjandi
við nánari kynni, þó ekki sé nema vegna
þess að lesandinn finnur hvað það er
skelfing auðvelt að hefja sig yfir ósóma
annarra á þennan hátt.
Samnefnari fyrir þetta alltsaman er
vægast sagt dálítið grunsamlegt sakleysi;
látið er einsog allt sé í himnalagi.
Yfir þessa kynslóð skálda og atóm-
skáldin að auki stekkur Isak Harðarson í
fyrstu bók sinni, Þriggja orða nafni (AB
1982; bókin hlaut viðurkenningu í „bók-
menntakeppni“ sem félagið efndi til á 25
ára afmæli sínu). Hann tekur sér stöðu
við hlið Steins Steinars. Ljóð hans má
lesa sem andsvar við honum og framhald
um leið. Er skemmst frá því að segja að
mikill fengur er í þessari bók. Ekki svo
að skilja að skyndilega sé komið fram á
sviðið afburðaskáld. En þá skjátlast mér
illa ef ísak Harðarson hefur ekki alla
burði til að verða það.
ísak flýr ekki angist sína heldur tekur
hana til sín og glímir við hana. Ótti
hans, einsemd og ofsóknarkennd eru
Umsagnir um bakur
ósvikin. Samt hefur hann betur. í því
felst styrkur hans og nýjabrum bókar-
innar. Hann lokast ekki inní þjáningu
sinni né lýtur hann í lægra haldi fyrir
tilgangsleysi þess að vera til, einsog
Steinn. Einhversstaðar á mörkum þess
bærilega og þess óbærilega kvikna með
honum fornar andhverfur, myrkur —
ljós, þjáning - gleði, „Brjálæðið“ -
„Vegurinn til Sunnuhlíðar“. Og það sem
meira er, honum tekst að lifa þessar
andhverfur og gera sér þær að yrkisefn-
um með góðum árangri.
Bókinni er skift í þrjá kafla og eru
hinir fyrstu, Villigöltur og Afvegir, helg-
aðir „Brjálæðinu“ að mestu. Þar hrífur
mig fremur einurð höfundarins en ein-
stök ljóð. í síðasta kaflanum, sem ber
heitið Vegurinn til Sunnuhlíðar, fer
hann afturámóti á kostum í hverju
Ijóðinu á eftir öðru. Honum tekst að
hefja sig yfir „Brjálæðið", ekki með
vandlætingu úr fjarska eða smáfyndnu
diggadúi við einhvern hluta þess, þaðan-
afsíður með því að játa einhverjar afleið-
ingar þess fyrir hann prívat, heldur með
því að vera það, finna það á sjálfum sér,
lifa því án þess að samlagast því. Þá
kemur í ljós að
Umheimurinn
er einungis bergmál
í eðli mínu.
einsog segir í öðru þeirra ljóða sem tala
beint til Steins Steinars. Semsé er um-
heimurinn ekki „eðlilegur". í „eðlinu“
reynast þvertámóti fólgin gildi sem
fleyta skáldinu yfir umheiminn, yfir
„Brjálæðið", í átt til einhvers sem er
bæði ljóst og óljóst. Tilfinningin er trú-
arleg, en aðeins í víðustu merkingu orðs-
ins. ísak gefur ekki út neinar ávísanir á
almættið. En hann finnur sér leið til hins
115