Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 125
öðru lagi er vandanum að vera til snúið uppí einangruð persónuvandamál sem eru afhjúpuð í játningastíl; því greiðar sem vitnaleiðslan gengur því auðveldar reynist að slíta yrkisefnið úr tengslum við allt og alla; þannig er sársaukanum, sem verið er að opinbera, hlíft, líkt og þegar fólk léttir á margslunginni van- líðan með því að útmála eitt einstakt áhyggjuefni; eftir standa birtingarform og einkenni fremur en kjarni málsins. I þriðja lagi er vandanum að vera til varp- að yfirá umheiminn eða hluta hans, hefðinni og smáborgaranum er gefið langt nef, neyslan bannfærð osfrv., oftar en ekki í nafni einhverskonar róttækni sem er þó fyrst og fremst nihilismi sem langar að vera svolítið aristókratískur; ljóðlist af þessu tagi getur verið hressileg við fyrsta lestur en reynist ófullnægjandi við nánari kynni, þó ekki sé nema vegna þess að lesandinn finnur hvað það er skelfing auðvelt að hefja sig yfir ósóma annarra á þennan hátt. Samnefnari fyrir þetta alltsaman er vægast sagt dálítið grunsamlegt sakleysi; látið er einsog allt sé í himnalagi. Yfir þessa kynslóð skálda og atóm- skáldin að auki stekkur Isak Harðarson í fyrstu bók sinni, Þriggja orða nafni (AB 1982; bókin hlaut viðurkenningu í „bók- menntakeppni“ sem félagið efndi til á 25 ára afmæli sínu). Hann tekur sér stöðu við hlið Steins Steinars. Ljóð hans má lesa sem andsvar við honum og framhald um leið. Er skemmst frá því að segja að mikill fengur er í þessari bók. Ekki svo að skilja að skyndilega sé komið fram á sviðið afburðaskáld. En þá skjátlast mér illa ef ísak Harðarson hefur ekki alla burði til að verða það. ísak flýr ekki angist sína heldur tekur hana til sín og glímir við hana. Ótti hans, einsemd og ofsóknarkennd eru Umsagnir um bakur ósvikin. Samt hefur hann betur. í því felst styrkur hans og nýjabrum bókar- innar. Hann lokast ekki inní þjáningu sinni né lýtur hann í lægra haldi fyrir tilgangsleysi þess að vera til, einsog Steinn. Einhversstaðar á mörkum þess bærilega og þess óbærilega kvikna með honum fornar andhverfur, myrkur — ljós, þjáning - gleði, „Brjálæðið“ - „Vegurinn til Sunnuhlíðar“. Og það sem meira er, honum tekst að lifa þessar andhverfur og gera sér þær að yrkisefn- um með góðum árangri. Bókinni er skift í þrjá kafla og eru hinir fyrstu, Villigöltur og Afvegir, helg- aðir „Brjálæðinu“ að mestu. Þar hrífur mig fremur einurð höfundarins en ein- stök ljóð. í síðasta kaflanum, sem ber heitið Vegurinn til Sunnuhlíðar, fer hann afturámóti á kostum í hverju Ijóðinu á eftir öðru. Honum tekst að hefja sig yfir „Brjálæðið", ekki með vandlætingu úr fjarska eða smáfyndnu diggadúi við einhvern hluta þess, þaðan- afsíður með því að játa einhverjar afleið- ingar þess fyrir hann prívat, heldur með því að vera það, finna það á sjálfum sér, lifa því án þess að samlagast því. Þá kemur í ljós að Umheimurinn er einungis bergmál í eðli mínu. einsog segir í öðru þeirra ljóða sem tala beint til Steins Steinars. Semsé er um- heimurinn ekki „eðlilegur". í „eðlinu“ reynast þvertámóti fólgin gildi sem fleyta skáldinu yfir umheiminn, yfir „Brjálæðið", í átt til einhvers sem er bæði ljóst og óljóst. Tilfinningin er trú- arleg, en aðeins í víðustu merkingu orðs- ins. ísak gefur ekki út neinar ávísanir á almættið. En hann finnur sér leið til hins 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.