Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 127
lestrarnautninni. Ef margræð ljóð þarfn- ast mynda, sem ég dreg í efa, þá mega þær síst af öllu vera einræðar. Þetta ætti sómakært útgáfufyrirtæki að hafa upp- götvað fyrir löngu. Vésteinn Lúðvíksson. FLÖKKULÍF Æskusaga Hannesar Sigfússonar skálds Iðunn.1981 Skráðar ævisögur má til hægðarauka flokka í tvennt: endurminningar og sjálfs- ævisögur annarsvegar, og hinsvegar um- fjöllun annarra manna um tiltekna persónu, einatt eftir sundurleitum heim- ildum og fært í letur eftir dúk og disk, jafnvel löngu eftir að sá sem um er fjall- að hvarf til feðra sinna og enginn er til vitnisburðar um hann lengur. I síðara tilvikinu er höfundi oft fyrir- gefanlegt þótt sitthvað kunni að vanta uppá öruggar heimildir og pottþéttan sannleika, svo ekki sé talað um óvefengj- anlegar niðurstöður um hvaðeina. Það er utan ramma þessa greinarkorns að hafa fleiri orð hér um. Endurminningabók Hannesar Sigfús- sonar sem út kom haustið ’81 undir heitinu Flökkulíf flokkast að sjálfsögðu undir fyrrnefndu skilgreininguna, þ.e.a.s. svo langt sem hún nær, og að svo miklu leyti sem hún er ekki í ætt við skáldsögu meðvitað eða ómeðvitað af höfundarins hálfu. En slíkir bastarðar, samkrull endurminninga og skáld- skapar, hafa átt nokkuð upp á pallborð- ið að undanförnu og geta óneitanlega búið yfir vissum töfrum, einkum ef frá- sögn og stíll eru á háu listrænu stigi; þá er margt hægt að fyrirgefa, þótt dáltið sé brallað á kostnað staðreynda. Umsagnir um bœkur Ég get ekki að því gert að ég er svo gamaldags í afstöðu minni til söguritun- ar, að ég geri beinlínis þá kröfu til henn- ar að höfundur segi það eitt sem hann veit sannast og réttast og leiti allra hugs- anlegra meðala til að prófa minni sitt, m.a. með samanburði við aðra, skráðar heimildir s.s. sendibréf, ljósmyndir, blaðagreinar og þar fram eftir götunum, og þurfi helzt ekki að afsaka sig eftirá með því að hann sé með svikamyllu í minninu. Reyndar hef ég þó í huga orðs- kvið sem ég heyrði gamalt fólk stundum segja í bernsku minni: Gakktu fyrir hvers manns dyr og segðu aldrei nema satt, og muntu hverjum manni hvim- leiður verða. Við þeim ósköpum er nefnilega til eitt gullvægt ráð, sem bæði ævisöguritarar og aðrir ættu að geta far- ið eftir, ef þeir vilja sýna sjálfum sér eða öðrum einhverja tillitssemi: að kunna að þegja. Þögn getur undir mörgum kring- umstæðum ekki aðeins verið réttlætan- leg, heldur og nauðsynlegri en flest ann- að, ef sögumaður á ekki að bregðast trúnaði. Þetta mun víst þykja orðinn nógu langur inngangur að einhverju sem á að kallast ritdómur og mál til komið að snúa sér að bókinni sjálfri. Er þá fyrst að geta þess hvernig hún er til komin, ef verða mætti til einhverrar skýringar á því hvernig hún er. Síðsumars 1981 sendi Iðunnarútgáfan mér í hendur til yfirlestrar þýðingu Hannesar Sigfússonar á upphafsbindi endurminninga hans sjálfs, frumritaðra á norsku, og höfðu ekki fundið náð fyrir augum norskra forleggjara, líklega þótt of bundnar við gjörókunnan mann norskum lesendum. Handritið nefndist í ísl. þýðingunni „Ferð úr grasi“ og bar þess nokkurn keim að höfundurinn hafði ekki að heitið gæti haft samneyti 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.