Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 128
Tímarit Máls og menningar
við landa sína um langt árabil. Allt slíkt
var auðvelt að laga, og þó er mér tjáð að
mér hafi yfirsézt sitthvað; má ekki
minna vera en ég noti þetta tækifæri til
að biðjast forláts á því. Smávægileg
þekkingaratriði og ýmiskonar misminni
höfundar gerði ég auk þessa athuga-
semdir við, sem ég skrifaði honum um í
alllöngu bréfi, því að sjálfsögðu leyfði ég
mér ekki að krota í ritverk annars manns
án samráðs við hann. Tók hann flest til
greina, en þó ekki allt, m.a. sökum þess
að hann kvaðst ekki vilja tefja útgáfuna
eða taldi sig eiga óhægt um vik að endur-
semja heila kafla hennar í snarheitum;
lét duga að lýsa því yfir í eftirmála að
minni sitt væri svikult. Má þó segja, að
einmitt slíkum höfundi sé öðrum nauð-
synlegra að afla sér heimilda áður en
ritun endurminninga er hafin, en það
hafði hann alls ekki gert, heldur „valið
að láta svikult minni ráða“.
Nú hlýt ég að viðurkenna, að ég er
ekki nema að takmörkuðu leyti dómbær
um „sagnfræðina“ á meginhluta þess
tímabils sem bókin spannar, þar sem ég
kynntist ekki Hannesi fyrr en vorið
1940. Æskusaga hans er því áður ókunn
mér að mestu, en ýmsum nákomnum
hefur þótt hann fara harla frjálslega með
staðreyndir í því sem hann skrifar um
æsku sína, bæði persónur og atburði. Eg
læt því ósagt um hversu sannferðug frá-
sögn hans er þar. Hitt get ég ekki stillt
mig um að játa, að mér finnst öll sú saga
mjög hugþekk aflestrar, endaþótt dapur-
leg sé öðrum þræði og öryggisleysi og
hálfgert flækingslíf eins og viðlag við
bernskuminningar hans; Hannesi tekst
nefnilega að gefa öllu þessu þann senni-
leikablæ sem góðum skáldsagnahöfund-
um tekst iðulega — og í því liggur að
sjálfsögðu hættan, ef „sagnfræðin"
skyldi vera eitthvað broguð.
Ein er sú persónulýsing þar, sem ég
hika ekki við að telja öðrum fremur
heillandi í bókinni, og á ég þar að sjálf-
sögðu við umfjöllun höfundarins á föð-
ur sínum, Sigfúsi Sveinbjarnarsyni fast-
eignasala. Ég las einhversstaðar á prenti
þau ummæli að Hannes væri beint eða
óbeint að gera lítið úr honum og
auðmýkja hann, en það finnst mér af og
frá. Að vísu segir hann frá gömlum
manni komnum að fótum fram og í
hinztu örvæntingarfullu átökum við valt
veraldargengi, hrörnun og dauða. En sú
heildarmynd sem ég fæ af þessum manni
er á þann veg, að hér hafi verið hæfi-
leikamaður og allmikið í hann spunnið,
en líka að sama skapi draumóramaður, í
eðli sínu listamaður á gersamlega rangri
hillu. Hann trúði á ævintýrið, rétt eins
og eðlilegt var á hans tíma, kannski á
öllum tímum. Menn gleymi því ekki, að
tímar Sigfúsar voru ár Ameríkuferða,
ungmennafélaga, hverskonar þjóðfélags-
legs uppgangs og tækifæra, en jafnframt
ár heimsstyrjaldar og skyndilegs verð-
mætahruns; þarf að nefna fleira? — Vort
heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest, þar
sem gæfan er ráðin ef leikurinn sést, orti
einn samtíðarmanna hans og gat sjálfur
trútt um talað. Einmitt. En það voru
vissulega fleiri en einfeldningar sem yfir-
sást stundum gæfulegasti leikurinn . . .
An efa hefur Sigfús alla tíð fundið
nokkuð til sjálfs sín, máski einum um
of; þar til kom líka aldarandinn. Hann
var á fyrrihluta ævinnar í þeirri stétt
iðnaðarmanna sem þótti hvað nátengd-
ust menntamönnum og átti innan sinna
vébanda frumherja svo á sviðum lista
sem félagsmála: hann var prentari. Svo
var maðurinn ekki með öllu laus við það
að vera vel ættaður að þeirrar tíðar mati:
afi hans var séra Hannes Jónsson pró-
fastur í Glaumbæ, sá sem ort var um
118