Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 14
Tímarit Máls og menningar ársins 1940, og við því tóku Ljóbabxkurnar, á sama ári, málsvari raunsæis- ins. Ljóð skáldanna voru ljós og þeim ætlað að sundurgreina hina félagslegu stöðu mannsins, áttu að orka umbúðalaust á hugann og finna til með börnum tímans í tímans rás og spegla atburði hans, bæði innlenda og erlenda. Þessi kannski kynlega raunsæisstefna spratt í lokuðu landi þar sem innlendar og erlendar fréttir voru bæði ritskoðaðar og af skornum skammti. Höfuðskáld stefnunnar voru Jose Gomes Ferreira, David Mourao Fer- reira og fleiri, arftakar svipaðrar stefnu sem herjaði um aldamótin. Skáldin voru ofmett á innri íhugun fyrirrennara sinna og óttuðust að innhverf hugsun gæti brenglað vitundina um nærveru alls sem umkringir manninn. Ljóðin stefndu að því að vera samræður milli lesenda og skálda, en urðu aldrei rabbljóð á borð við nýraunsæið í Norður-Evrópu. Tilraunir sínar stunduðu skáldin öll stríðsárin, í harðlæstu landi hjá ólæsri þjóð. Raunsæi raunsæismannsins er tíðum að píra augum á umhverfið og hafa innri sýn þegar best lætur. Smám saman gætti ólíkra skoðana hjá skáldum nýju Ljóðabókanna. Ljóð Jorge de Sena flétta töfraleiki og súrrealisma án þess að yfirbragð ljóðlistar- innar hætti að hafa svipmót sígildrar ljóðlistar. I ljóðum Rui Cinatti er að finna austurlenskan blæ, vissa andatrú og dulúð sem streymir frá hinni lífrænu jörð sem er gædd sál og anda. Jose Blanc de Portúgal kýs að búa í lokuðum ljóðaheimi, haldinn þá þeirri hneigð að langa að lýsa því sem ekki verður með orðum lýst og endar á kaldhæðni sem hættir samt til að vera of tilfinningaleg. Sophia de Mello Breyner Andresen bræðir orð og mynd saman í einslags innsæi, í tilfinningu sinni fyrir hafinu, tákni eilífs óróleika. Skáldskapurinn er þá innri og ytri ástarþrá, á sama hátt og fólk leitar að ást sinni hvert á öðru. A meðan þetta gerðist í ljóðlistinni sat Salazar við völd og fyllti fjárhirslur ríkisins af gulli en heimili landsmanna af andlegri og veraldlegri fátækt. í anda hins sanna og sómakæra íhaldsmanns var styrkur gjaldmiðill höfuð- keppikefli hans, því erlendir lánardrottnar bera virðingu fyrir því sem mest ber á út á við: traustum gjaldmiðli. Efnahagur landsins var því reistur á hugarfari nirfils sem vill allt „báknið burt“ nema féhirslurnar. Og lögreglan sá um að ekki sæjust ytri merki fátæktarinnar, stéttir og bæjarhlöð voru sópuð, en innan dyra var auðn og ruður. Það að heiminum bárust engar fréttir frá Portúgal bar vott um að allt væri í iagi í landi Salazars. Engar fréttir eru góðar fréttir. Hinir fáu sem þekktu eitthvað til málanna vissu að þúsundir manna flýðu land, á ólöglegan hátt án vegabréfs, og enduðu sem réttlausir hálfgerðir þrælar í velmegunarríkjum Norður-Evrópu, engu að síður var þrælalífið þar betra en heima. Hið landflótta verkafólk sendi fé heim til fjölskyldna sinna 484
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.