Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 17
FERNANDO PESSOA (1888—1935) fluttist ungur með móður sinni frá Lissabon til Höfðaborgar í Suður Afríku og gekk þar í skóla, eftir það orti hann einnig á ensku. Rætur skáldsins í tveimur menningarheimum, hinum enskumælandi og hinum portúgalska, jók andlega auðlegð og það aðhald sem vitið veitir og reynslan af því að hafa samanburð, vera ekki alveg í einum heimi. En slík reynsla klýfur ævinlega, og hugur Pessoa greindist ungur í ólíkar heildir sem áttu þó sameiginlegan uppruna: sálarlíf og erfðir, það sem honum var gefið í fæðingunni. Pessoa sneri heim til Lissabon og starfaði þar til æviloka sem skrifstofumaður verslunar og sá um erlendar bréfaskriftir. Þjáður af tímabundinni geðveiki sem greip hann fékk hann drykkjuköst eins og kallað er, en í raun notaði hann áfengið til að breiða yfir raunveruleika sinn: andi hans var óður; æði hans kom frá eðlinu en ekki frá ofneyslu áfengis. Þegar hann hafði eyðilagt líkama sinn með drykkju fór hann að huga að framtíð andans, um leið og dauðinn nálgaðist, og safnaði saman Ijóðum sínum. Meðan hann lifði var fátt gefið út af verkum hans. Við athugun á ljóðverkum sínum veitti hann því athygli að ljóðin voru eftir ýmsa menn sem bjuggu í sál hans. Þess vegna flokkaði hann skáldskap sinn í ljóð sem hann hafði ort sjálfur og Ijóð sem aðrir menn í honum höfðu ort. Þessir innri menn hans voru í senn ólíkir og líkir. Slíkt viðhorf til Ijóðlistar sama manns var áður óþekkt í ljóðlist heimsins, þótt fyrirbrigðið sé reyndar á hverju andlegu strái og þar líklega komið að einhverjum hluta kjarna allrar sköpunar: hið marga er í hinu eina. Raunveruleikinn hlýtur því að vera einnig óraunverulegur. Ljóðlist Pessoa er að mestu runnin frá táknrænu stefnunni, sambland af framtíðar- sýn, innri frumleik skáldsins sjálfs, sannfæringu hans og efa, tengslum við ljóð á ensku, einkum þó Walt Whitman, hið mannlæga náttúrueðli hans. Hneigðin til samruna er þó annars eðlis en hjá Whitman, því samruni hjá Pessoa er samruni þess sem greinist og dreifist. Svipaðs alheimsanda gætir samt hjá báðum, þrár eftir hinu hulda, óþekkta. Hin kynferðislega nálægð eigin kyns liggur þó hvergi i augum uppi í ljóðum Pessoa; latneskt hugarfar hefur kannski meiri hæfileika til að fela það í formheimi en hið engilsaxneska. Astir til sama kyns persónanna í sálarlífi Pessoa eru dulbúnar og ævinlega vitsmunalegar, andlegar. Hvarvetna í ljóðunum er yfirskilvitleg tilfinning án þess ljóðin hætti að vera jarðbundin. Þau eru á flugi í moldarheimi. Skáldið finnur að það sem er í tilfinning- um þess er æðri hugsun í holdinu. Af þeim sökum er ljóðskáldið aldrei aðeins með sjálfu sér heldur með heiminum í senn, og utan við sjálft sig þess vegna: í ljóðinu og æðra heimi undirstöðuveruleika sem er einslags sameiginleg reynsla mannkynsins. Ljóð Alberto Caeiro Á hverjum degi uppgötva ég það sama: hinn ógnþrungna veruleika hlutanna, 487
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.