Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 23
Jose Regio en ég hef aldrei verk og lýk heldur engu, fæddur af ást sem er milli djöfulsins og guðs. Ó, gefið mér aldrei nein guðhrædd ráð! Krefjið mig ekki um skilgreiningar! Og enginn skyldi segja við mig: „Komdu hingað!“ Líf mitt er rok sem hann rauk á með. Það er boði sem reis í föll. Ein öreind í viðbót sem óx. Eg veit ekki hvert leið mín liggur, mér er hulið hvert ég stefni. — Eg veit að ég kem samt ei! GOMES FERREIRA fæddist árið 1900 í Oporto. Hann starfaði í utanríkisþjónust- unni og var meðal annars konsúll í Kristjansund í Noregi. Oft bregður fyrir í verkum hans norrænum blæ þótt þau hafi ekki orðið fyrir verulegum áhrifum, nema þá bókin Skandinavísk tíð. Ferreira hefur skrifað sögur, ljóð, minningabækur og mikið í dagblöð. í verkum sínum er hann trúr stefnu nýraunsæismanna og með félagsvitund í víðri merkingu. Stefnan opnaði hugarfarið og beindi því út fyrir landamærin, til nýlendnanna og atburða heimsins, en hugsunin hafði þjóðlega vitund að heimahöfn. Að þessu kepptu nýraunsæismennirnir. Nýraunsæið hindraði skáldin ekki í að auðga anda sinn í öðrum andlegum og veraldlegum stefnum, einkum í súrrealismanum — því hvað er meira raunsæi en það sem athugar hið óraunsæja eðli og tilfinningar mannsins, það sem ekki verður séð með berum augum og hinu mesta raunsæi ytra augans. Fylgismenn stefnunnar töldu sig vera kallaða til félagslegrar ábyrgðar, ábyrgðar gagnvart þjóð sinni, auk þess sem þeim bar að halda skáldskapnum í skefjum svo að hann hyrfi ekki með öllu á erfiðum tímum út í einhverja taumlausa vitleysu, á tímum einræðis Salazars. Þá hefði hann auðveldlega getað haldið á flótta frá hinu ytra raunsæi á vit tilfinningaskrauts. Það hendir skáldskapinn og vitsmunina og mannsandann tíðum. Andinn er sjaldan skrautlegur þegar best gegnir, í frelsi og þegar friður ríkir, heldur ef kreppir hvarvetna að. Aðþrengdur andi unir sér við flúr. Slík þjóðfélagsleg ábyrgð er orðin sjaldgæf meðal skálda. Þau fylgja fremur þeirri tískustefnu að vera alls ekki gamaldags, að vera eins og auglýsingin, eins og allir aðrir. Skáldin halda að það sé að vera samstígur tímanum að flíka ekki hugsunum heldur flíkum. I nýraunsæinu portúgalska var góður skammtur af rómantík, minningum. Raun- sær listamaður er fremur mildur og sár en harður og boðberi hrárra tíma sem engin 493
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.