Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 37
Nútímaskáldskapur í lausu máli fasískan blæ. í sögunni í úrvalinu gerir hann konuna með venjulegum hætti að tákni þjóðarinnar. Persónusköpunin er í anda náttúrustefnunnar: konan er einhliða, skortir vídd, dýpt og dulúð. Venjulega eru konur í skáldskap raunsæis eða náttúrustefnu annað hvort væmnar eða fífldjarfar. Við myndun orðaleppa í skáldskap eða daglegu máli neyðist hugsunin til að færa þá úr skónum, svo að fóturinn finni aftur fyrir jörðinni. Líklega er myndun orðaleppa, fremur en hugsunin sjálf, það sem knýr hana til dáða. Þess vegna var að þegar orðaleppar og viðtekin hugsun náttúrustefnunnar lágu í augum uppi, tóku bókmenntirnar nýtt hliðarspor. Maðurinn hreinsar sig ekki af fortíðinni eða rís til nýrra tíma eða hugsana með skynsamlegum hætti, heldur þvert á móti, séð frá sjónarhóli þess sem fyrir er: Maðurinn hverfur ofan í ofsafenginn svefn og gengur á vit táknanna. Tíðum gerir hann þetta í styrjöldum, en oftar lætur hann andlegu baráttuna nægja, og þá í bókmenntalíki. I hinum undarlega sögusvefni hrærir hann saman tímunum og gildunum. Hann verður svipaður alþýð- unni með „sinn hrærigraut í höfðinu". En úr honum rís sagan síðan fersk, með sama hætti og aðeins innrás alþýðunnar í hin helgu vé valdsins getur endurnýjað þjóðfélagið. Bókmenntirnar í Portúgal tóku virkan þátt í að landsmenn gerðu sér grein fyrir sjálfum sér og því þjóðfélagi sem þeir höfðu myndað og bjuggu í, með sínum duldum, leyndu óskum og erfðum. Sem dæmi um endurnýjun með innreið táknrænustefnunnar hef ég valið söguna eftir Raul Brandao, um leyndardóm trésins. Tilgangurinn er svo auðsær að hann gæti verið sem skólabókardæmi um framgang nýrrar stefnu. Vegna þess að betlararnir, öreigarnir, lífga tréð með dauða sínum. En táknræna stefnan leið reyndar undir lok með Brandao. Hún var þá orðin heldur hryllingskennd, með ofdulúð, komin inn í kaffihúsin og ofan í undirheima stórborganna. Þar voru að sjálfsögðu vændiskonur og mellu- dólgar. Og ekki var óalgengt að yfirnáttúrulegt undur gerðist, gjarna í tengslum við lík, eða reimleikar fléttuðust inn í táknin sem tóku hröðum skrefum á sig svip „hins eilífa kveneðlis". Báðar stefnurnar enduðu á tilfinningasemi. Hún er það að rithöfundurinn hemur ekki lengur hvorki eigin tilfinningar né stílinn. Samfara missi á taumhaldinu á sköpunargáfunni hefur rithöfundurinn komið sér upp eða eignast sérstakan lesendahóp sem er með sínar kröfur og framboð á vinsældum. í þá gildru gengur hugarflugið, það flýgur vinsælt flug fyrir ákveðinn smekk og lesendahóp. Einnig er engu líkara en allt þjóðfélagið loðni þegar þetta hendir andans manninn og það verður ruglingslegt og kröfuhart í senn. (Líkt og því ruglaðra sem barnið er því kröfuharðara er það, taumlausara, en ekki haldið réttlætiskennd.) Þannig hjálpast allt að til 507
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.