Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 37
Nútímaskáldskapur í lausu máli
fasískan blæ. í sögunni í úrvalinu gerir hann konuna með venjulegum
hætti að tákni þjóðarinnar. Persónusköpunin er í anda náttúrustefnunnar:
konan er einhliða, skortir vídd, dýpt og dulúð. Venjulega eru konur í
skáldskap raunsæis eða náttúrustefnu annað hvort væmnar eða fífldjarfar.
Við myndun orðaleppa í skáldskap eða daglegu máli neyðist hugsunin til
að færa þá úr skónum, svo að fóturinn finni aftur fyrir jörðinni. Líklega er
myndun orðaleppa, fremur en hugsunin sjálf, það sem knýr hana til dáða.
Þess vegna var að þegar orðaleppar og viðtekin hugsun náttúrustefnunnar
lágu í augum uppi, tóku bókmenntirnar nýtt hliðarspor.
Maðurinn hreinsar sig ekki af fortíðinni eða rís til nýrra tíma eða hugsana
með skynsamlegum hætti, heldur þvert á móti, séð frá sjónarhóli þess sem
fyrir er: Maðurinn hverfur ofan í ofsafenginn svefn og gengur á vit
táknanna. Tíðum gerir hann þetta í styrjöldum, en oftar lætur hann andlegu
baráttuna nægja, og þá í bókmenntalíki. I hinum undarlega sögusvefni
hrærir hann saman tímunum og gildunum. Hann verður svipaður alþýð-
unni með „sinn hrærigraut í höfðinu". En úr honum rís sagan síðan fersk,
með sama hætti og aðeins innrás alþýðunnar í hin helgu vé valdsins getur
endurnýjað þjóðfélagið.
Bókmenntirnar í Portúgal tóku virkan þátt í að landsmenn gerðu sér grein
fyrir sjálfum sér og því þjóðfélagi sem þeir höfðu myndað og bjuggu í, með
sínum duldum, leyndu óskum og erfðum.
Sem dæmi um endurnýjun með innreið táknrænustefnunnar hef ég valið
söguna eftir Raul Brandao, um leyndardóm trésins. Tilgangurinn er svo
auðsær að hann gæti verið sem skólabókardæmi um framgang nýrrar stefnu.
Vegna þess að betlararnir, öreigarnir, lífga tréð með dauða sínum. En
táknræna stefnan leið reyndar undir lok með Brandao. Hún var þá orðin
heldur hryllingskennd, með ofdulúð, komin inn í kaffihúsin og ofan í
undirheima stórborganna. Þar voru að sjálfsögðu vændiskonur og mellu-
dólgar. Og ekki var óalgengt að yfirnáttúrulegt undur gerðist, gjarna í
tengslum við lík, eða reimleikar fléttuðust inn í táknin sem tóku hröðum
skrefum á sig svip „hins eilífa kveneðlis".
Báðar stefnurnar enduðu á tilfinningasemi. Hún er það að rithöfundurinn
hemur ekki lengur hvorki eigin tilfinningar né stílinn. Samfara missi á
taumhaldinu á sköpunargáfunni hefur rithöfundurinn komið sér upp eða
eignast sérstakan lesendahóp sem er með sínar kröfur og framboð á
vinsældum. í þá gildru gengur hugarflugið, það flýgur vinsælt flug fyrir
ákveðinn smekk og lesendahóp. Einnig er engu líkara en allt þjóðfélagið
loðni þegar þetta hendir andans manninn og það verður ruglingslegt og
kröfuhart í senn. (Líkt og því ruglaðra sem barnið er því kröfuharðara er
það, taumlausara, en ekki haldið réttlætiskennd.) Þannig hjálpast allt að til
507