Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 41
Nútímaskáldskapur í lausu máli eða gráti, í stað persóna hinna ríku andstæðna áður. A slíkum niðurstöðum byggði nútímaskáldsagan líf sitt. Portúgalska skáldsagan tók tiltölulega seint við sér. Hún snerist ekki frá tímaskyni og stéttaþjóðfélagi til þeirrar skoðunar að alþýðumanninum sé launaumslagið það sama og aðalsmanni er ættartalan fyrr en með rithöfund- unum Urbano Tavares Rodrigues og Pires. Hjá Urbano fjalla sögurnar gjarna um karlmenn í hetjuættaðri smámennsku sinni í stríði hversdagsins. Konurnar renna saman við karlmennina í djörfu samkyni, hressar og knáar í hrottaskap sínum sem er byggður á lágu kaupi. Hátterni fólks er þá samkvæmt launastiga. Slík list fjallaði fráleitt um eigið eðli, þótt vandamál manns og skáldsögu séu samfara. I heild var bandaríska skáldsagan of alþýðleg til þess hún gæti verið verulega heillandi; hana skortir vitsmuni. Og á síðustu áratugum er hún of háskólaleg til þess hún geti verið vitsmunaleg og alþýðleg í senn. Fávísi vitsins getur haft afar eyðandi áhrif á listirnar. En atburðir heimsins sem síuðust gegnum ritskoðunina bárust ekki aðeins í formi bandarískra bókmennta, heldur í hinum nýju bókmenntum Brasilíu. Þetta voru bækur eftir Verissimo, Lins do Regio, Raquel de Queiros og Garciliano Ramos. Oll voru þau tengd sósíalisma eða kommún- isma. Hið afturhaldssama portúgalska ritmál hleypti meira að segja inn brasilískum nýyrðum. Tíminn var í óskhyggju sinni nýr tími. Og sjaldan er mannsandinn jafn blindur og þegar hann horfir galopnum augum á raun- veruleikann og gasprar um raunsæi sitt. Afturhaldsstefnur eru afar fróðlegar. Af þeim er hægt að læra tiltölulega meira um manninn en af framúrstefnum sem beina sjónum að manninum í ókominni framtíð. Svo sigla afturhaldsstefnur gjarna undir „nýjum fánum“. Salazar ætlaði að koma á nýrri reglu, hóf á loft varnarorð gegn auðvaldi og iðnaði, en náttúru mannsins átti að verja með því að hafa hann í ómenntuð- um tengslum við náttúruna, í landi „samstéttastefnu í einu landi“. Meðan sovétmenn boðuðu sósíalisma í einu landi. Vegna ólæsis og menntunarskorts, fremur en hvað skólakerfinu var áfátt, voru engar líkur til að almenningur gæti lesið bækur rithöfundanna. Skáld nýraunsæisins skrifuðu stundum bókmenntir sem almenningur gat þakkað sínum sæla fyrir að vera ólæs á. Verkin áttu lesendur hjá framsæknasta hluta borgarastéttarinnar, voru í stíl hugmyndanna sem hann gerði sér af almenn- ingi, einkum sniðin fyrir róttæka menntamenn sem vissu hvernig englarnir áttu að vera í jarðneskri paradís alþýðu. A þriðja áratugnum streymdu stefnuskrár látlaust frá bókmennta- kennurum háskólanna. Þær fylltu huga hungraðra og einangraðra nemenda. Eitthvert litríkasta skáld þessa tímabils, á mörkum loka táknrænustefnunnar 511
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.