Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 67
Meistari Fínezas Ég reis á fætur með andlitið löðrandi í sápu og einhver óljós óþægileg hugsun þjakaði mig. Handklæðið féll af brjósti mér. Kannski greip mig löngun til að flýja eða biðja hann að hætta að leika þessa ögrandi og sorglegu tónlist. En meistari Fínezas stóð fyrir framan mig fjarhuga og lét fiðluna kveina og minningarnar um leið. Geislar síðdegissólarinnar skinu inn um dyrnar og vöfðu um hann tindrandi ljósi. Líkami hans lyftist líkt og hann væri borinn af tónfallinu sem fingur hans leystu úr læðingi, og hann stóð á tánum og ómarnir bárust upp í himininn. Skyndilega braust tónaflóð fram, ósamstillt, reiðilegt. Flóðið fyllti rakarastofuna og titraði þar í loftinu. Hendur meistara Fínezas féllu niður með síðunum. I annarri hendi hélt hann á boganum, í hinni á fiðlunni. Hann drúpti höfði, hvíthærður, langur, gugginn, og hneigði sig hægt eins og hann þakkaði fyrir klappið sem barst frá ósýnilegum áhorfendafjölda. MANUEL DA FONSECA, fæddur 1911, var einn forvígismaður nýraunsæisins í ljóðagerð, en ég valdi fremur dæmi um sagnagerð hans í þetta úrval, vegna þess að hann færði hinn Ijóðræna streng inn í sagnagerð nýraunsæismannanna, hinn hálf- brostna streng ætlunarverksins sem verður aldrei alveg að veruleika hversu miklu raunsæi og rökhyggju sem beitt er við það að ná marki eða takmarkinu í lífinu. Sérhver ósk mannsins og verk stendur á öndinni á hlaupum og hnígur loksins niður og sameinast vonbrigðum lífsins, þjóðarinnar og draumsins, í fósturmoldinni. Ljóð Fonseca eru hljóðlát vonbrigði andans manns sem býr í einhverju sveita- þorpi eða við sjó. Hann hefur náttúruna allt í kringum sig, gjöfula og fagra, því að náttúran er örlát jafnt í sól og regni og roki líka og kulda. Eitthvað vantar samt. Það vantar manninn eða náttúruna í hann. Vegna þess að maðurinn er sífellt að reyna að eignast hluti og gera sjálfan sig að hlutum, skapa hug sinn og hegðun í líki þess sem hann hefur skapað sjálfur. Þótt þessu sé þannig varið eru alltaf einhverjir menn sem fást kannski við það að greiða hár manna og klippa, gera við skó eða hafa gengið geðveikinni á vald, horfið inn í heim ofskynjananna og svo nefndra ranghugmynda, sem eru samanþjappaðar raunverulegar hugmyndir og fráleitt rangar. Og þegar öllu er á botninn hvolft kýs vitsmunamaðurinn og hinn skapandi maður að eyða dagsstund hjá slíku fólki fremur en í hópi atvinnurekenda og verkalýðsforingja, sem eru tveir endar á sama skapti. Fonseca finnur ekkert hlálegt í fari rakarans: miklu fremur finnur hann sjálfan sig í honum og ljóðmátt saknaðarins og minninguna um það þegar maður var ungur og átti drauma sem gátu kannski ræst. Aldeia nova, Nýtt þorp (1942) er helsta verk Fonseca í óbundnu máli, og Ofogo e as cinzas, Eldurinn og askan (1953). Heildarútgáfa á ljóðum hans kom út 1958. Höfuðeinkenni hans í listinni er leitin að æskunni og endurheimt liðinnar tíðar, þótt það kunni að hljóma andstætt nýraunsæi. 537
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.