Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 101
Drengurinn og trumban Pabbi! Guida, sjáðu hann pabba! Drengurinn þekkti hann einkum af því hann strauk úfið hárið. Þetta var hann. Faðirinn var hermaður. Ottalaus. Heyrðu, pabbi! hrópaði hann. En þögnin saug í sig sérhvert hróp. Enginn heyrði. Og svo rofnaði straumurinn skyndilega. Eða andstæður vindur blés öllu heldur yfir hann, ýfði, á sama hátt og kornöxin þegar óstýrilátur andvari skiptir um átt. Yst myndaði lögreglan vegg. Og handan við vegginn reis annar, með gnæfandi byssur sem biðu kyrrar eftir að líkamir fólksins byðu sig fram. Víst voru þetta sömu byssur og nóttina forðum. Upp úr fjöldanum reis rödd, ærandi, rám, bylgja sem hnígur og hefst síðan á ný. Ólgandi hjartað í brjósti Jenito langaði að slá tryllt í takt við strauminn og auka hann af reiði og ókyrrð. Pegar fjöldinn hóf áhlaup á ný, líkur særðu nauti, þá hrakti veggur mundaðra byssna hann undan. Straumurinn dreifðist. Fólk leystist frá honum á ólmum hlaupum og hvarf í lögregluvegginn; naut sem flýja og eru étin upp. Þau biðu ósigur, komust ekki gegnum vegginn. Jenito strauk höndum um ískalt og rakt ennið. Næstum eins og pabbi. Faðirinn var ósigrandi. Skyndilega leit hann á myndina á veggnum, stælta hestana, hermennina, trumbuna. Fólkið vantaði trumbu. „Lof- arðu?“ — „Nei, pabbi, ég get ekki lofað.“ Drengurinn fór að berja trumbuna áður en hann komst út á götu og opnaði sér stöðugt leið gegnum hikandi og dreifðan mannfjöldann, fremst í fylkinguna þar sem straumurinn gat runnið út í sandinn eða sigrað. Nokkrum klukkustundum síðar leituðu forvitnir enn að blóðblettin- um á miðri götunni, þegar þeir komu til að skoða götin á húsveggjunum eftir skotin. Bletturinn vottaði enn um staðinn þar sem byssukúlurnar hæfðu brjóst drengsins með trumbuna. En einhver hafði þurrkað hann. Og hinir forvitnu fóru, sannfærðir um að þegar vopnuðu mennirnir drepa þá skilja þeir enga bletti eftir sig. Bara holur. Með FERNANDO NAMORA, sem fæddist árið 1919 erum við komin að raunsæ- isskáldskapnum í nýja stílnum, eins og hann var sviptur öllum skrúða, en í hans stað var boðskapurinn og innihaldið agað af skoðun höfundar: engu að síður sér lesandinn að Namora er ekki alveg laus við táknið sem hér er hvorki tré né kona eða andblær æsku, heldur trumba. Namora og Manuel Fonseca voru helstu frumkvöðlar nýraunsæisins, hófu feril 571
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.