Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 124
Tímarit Máls og menningar Tengslin við nasisma Athyglisverðasta deiluefni okkar PH varðar notkun mína á hugtökunum lífs- heimspeki, nasísk hugmyndafræði, þjóðernisstefna og snillingadýrkun. Hann segir að ég telji að sérhver aðdáun á náttúrunni og sveitinni sé smituð fas- isma. Það er rangt. Eg held engu slíku fram í bók minni, enda er það ekki skoðun mín eins og Hallberg er reyndar fullkunnugt eftir hin löngu samtöl okkar síðastliðið vor. I ritgerð minni ræði ég það sem ég kalla hamsúnisma, sem kom glöggt fram hjá Sigurði Nordal og fleirum á þessum tíma (sbr. grein mín um SN í TM&m 1984:1). Heimspekileg mynd þessarar stefnu, lífsheimspeki, birtist hjá þeim Ni- etzsche, Henri Bergson og Wilhelm Dilthey. Þeir hafa vissa andúð á skynsemishyggju eins og fram kemur í skrifum Bergsons um innsæi og Dilt- heys um innlifun og um hugtakið að skilja. PH lætur að því liggja að þetta komi íslensku höfundunum ekkert við, en það er rangt. Guðmundur Finnboga- son sótti fyrirlestra hjá Bergson og vitn- aði mjög til hans í doktorsritgerð sinni. Viðhorf sem greinilega minna á Dilthey koma fram í bókmenntaskrifum Sigurð- ar Nordal. Halldór Laxness og Einar Ólafur Sveinsson þaullásu Also sprach Zarathustra eftir Nietzsche, og Nietzs- che er getið í Rauða kverinu, Heiman eg fór og Vefaranum mikla frá Kasmír. Það að PH finnur orðið Iífsheimspeki ekki í íslenskum orðabókum er þessu máli óviðkomandi með öllu. I ritgerð minni legg ég drög að sam- anburði á kenningum Sigurðar Nordal og Friedrichs Nietzsche. Þótt hann sé gerður af nokkrum vanefnum af minni hálfu, þá skýtur PH mér hressilega ref fyrir rass að því leyti. Hallberg álítur nefnilega að það að Nordal var félags- lyndur og að hann varð sendiherra tuttugu árum eftir að hann skrifaði um- ræddar greinar, sanni að hliðstæður í greinum hans og Also sprach Zara- thustra séu óhugsandi. Mér þætti gaman að vita hvaða önnur heimspekirit hindra menn skv. PH í að gegn sendiherrastarfi. Samsvarandi fyrir ýmsar aðrar starfs- greinar væri jafnvel enn fróðlegra. I ritgerð minni kemst ég svo að orði að ýmislegt í skrifum HKL og Sigurðar Nordal minni á hugmyndafræði nasista. Eg geri ráð fyrir að PH viðurkenni eins og aðrir að róttæk þjóðernisstefna og sveitalífsdýrkun var áberandi hjá helstu talsmönnum nasismans, enda er það staðreynd. Samt telur PH það fjarstæðu að róttæk þjóðernisstefna HKL og SN og sveitalífsdýrkun þess síðarnefnda minni á nasismann. Hvers vegna er hið líka með þessum skoðunum og nasism- anum skyndilega horfið þegar HKL og SN eiga í hlut? Hjá Sigurði Nordal, Guðmundi Finnbogasyni og fleiri íhaldsmönnum komu á sínum tíma fram fjölmargar einstakar skoðanir, sem þeir voru sammála nasistum um. Samt voru þeir auðvitað ekki nasistar. En hvað bannar manni að segja að viðhorf þeirra minni á viðhorf nasista fáum árum síðar? Er einhver bannhelgi á umræðu um hugmyndagrundvöll nasismans? Hér skiptir meginmáli að ég hef rætt um að ein hugmynd minni á aðra. I því efni hef ég hvergi farið með rangt mál. Eg viðurkenni að það er ef til vill lang- sótt að rekja spor hamsúnisma og nas- ískrar hugmyndafræði í Atómstöðinni (og er ég þó ekki fyrstur manna til þess). Það er þó alls engin firra meðan lögð er áhersla á að aðeins er verið að ræða um líkingu hugmynda á yfirborðinu og án tillits til sögulegra atburða. Hugmyndir 594
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.