Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 125
þéttast saman í einhverju tilteknu sögu- legu augnabliki og geta þar orðið bak- grunnur stjórnmálalegrar framvindu. En tengslin milli hugmyndanna og athafna á sviði stjórnmála eru ekki einhlít. Þess vegna er óralangur vegur frá sveitalífs- dýrkun til nasisma. Sveitalífsdýrkun var ein af mörgum hugmyndum sem hent- uðu vissum öflum á vissum tíma í pólit- ísku baráttunni. Að þessu leyti get ég alveg tekið undir með Hallberg að ekki má blanda hugmyndinni sjálfri saman við það hvernig hún er notuð (og mis- notuð). Enda veit ég ekki til að ég hafi blandað því tvennu neins staðar saman. Og ég hef hvergi bendlað neinn við stjórnmálahreyfingu nasista á röngum forsendum, né hef ég heldur gefið neitt þvílíkt í skyn. Orð PH um að ég fari með dylgjur í því efni eru staðlausir stafir. Sósíalistinn Shaw var hrifinn af Ni- etzsche, sósíalistinn Strindberg var það sömuleiðis og átti skemmtileg bréfa- skipti við hann, Brandes var líka hrifinn af kenningum hans. Margir vinstrimenn hérlendis dáðu kenningar Sigurðar Nor- dal. Hliðstæður voru í stefnuskrám kommúnista og nasista, og sú staðreynd er vísbending um hve hlykkjóttir vegir hugmynda og kenninga geta verið. Því eins og allir vita bárust kommúnistar og nasistar á banaspjót og voru mál- svarar andstæðra og stríðandi afla. Eng- inn ruglar þó nasista saman við kommúnista út af því einu að báðir hafi verið fylgjandi aukinni ríkisforsjá. Til að hindra fjarstæðukenndan misskilning vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að reyna að lýsa millistríðsárasósíalista ábyrga fyrir ódæðum Hitlers. Ekkert er mér fjær skapi. I sjálfu sér þarf ekki að koma mönn- um á óvart þótt Hitler hafi notað sér Umsagnir um bækur einhverjar af hugmyndum vinstrimanna: sams konar leiki hafði Stalín áður leikið þegar hann tók upp stefnumál trotskíista eftir að hafa hreinsað þá út úr flokksfor- ystunni. Það mundi vera býsna djörf og nánast röng hugtakanotkun að nefna Stalín trotskíista, þótt þessu hafi verið svona varið. Almennt talað virðist regl- an vera sú að aldrei hafa verið búnar til svo mannúðlegar kenningar um eitt né neitt, að útsjónarsömu hyski hafi verið fyrirmunað að nota þær í sína þágu. En hugmyndir verða ekki vondar af því einu saman að lenda í höndum vondra manna. Ekki er minnsti vafi á því að ýmsar hugmyndir Sigurðar Nordal og annarra hamsúnista, sem ég nefni svo, voru svip- aðar kenningum sem vinsælar voru meðal nasista. Þær kenningar voru líka útbreiddar á þessum árum, svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Eg fann mig þó knúinn til að taka skýrt fram í ritgerð minni, að Sigurður Nordal og Kristján Albertsson hafi, þrátt fyrir skoðanir sínar á þriðja áratugnum, ekki þróast í átt til nasisma. Þar hafði ég ekki síst erlenda lesendur í huga, sem lítt þekkja til mála hérlendis. PH bregst ólmur við þessum orðum og segir hneykslaður. „Eins og nasisminn hafi nokkurn tíma verið hugsanlegur úrkost- ur í augum þeirra!“ (bls. 448). Ég hef stutt tilvitnunum að á þriðja áratugnum efaðist Sigurður Nordal nokkuð um ágæti lýðræðisins, hann var rammur þjóðernissinni, hann vildi takmarka frelsið, hann efaðist um ágæti skynsem- innar og barnafræðslunnar, hann vildi hafa harðar refsingar og hann dró kosti framúrstefnulistar í efa. A hinn bóginn hef ég hvorki sagt né gefið í skyn að SN hafi verið nasisti á fjórða áratugnum heldur þvert á móti tekið af tvímæli um 595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.