Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 128
Tímarit Máls og menningar sókn mundi geta beinst að í sambandi við HKL, svo sem að kanna áhrif Strind- bergs, Tolstojs, Gorkís, Chaplins o. fl. á hann. Það er að sjálfsögðu upplagt verk- efni að kanna þetta allt saman og hefði sómt sér vel í bókum Hallbergs; en mín bók fjallar hins vegar ekki um þetta efni og átti aldrei að gera það. Hún beinist að máli sem ekki hafði verið rannsakað nægilega áður: innlenda menningarvett- vanginum á millistríðsárunum. Rannsókn á því efni var orðin tíma- bær. Þetta sést á því að tveir bókmennta- fræðingar auk mín hafa nýlega skrifað miklar lokaritgerðir á sama sviði, þeir Halldór Guðmundsson og Orn Olafs- son. Halldór málar að mínu áliti síst geðslegri mynd en ég af öfgakenndri íhaldssemi meðal höfunda þriðja ára- tugarins. Örn gerir m. a. grein fyrir hvernig margir íslenskir sósíalistar söðluðu um í menningarpólitík m. a. vegna áhrifa frá stalínisma og fóru til dæmis að styðja þjóðernisstefnu og sveitasælukenninguna sem þeir höfðu gagnrýnt áður. Af þessu sést að ég er ekki einn um þær skoðanir á tímabilinu sem PH telur fjarstæðukenndar. Skoð- anir Hallbergs byggjast á rannsóknum sem hann gerði fyrir um þrjátíu árum síðan. Það rýrir ekki bækur hans þótt menn líti öðrum augum á málin nú, enda voru þær vandað brautryðjandaverk. Baráttuskyldan I athugun minni á ritum Halldórs Lax- ness hef ég gefið gaum að pólitískum þáttum þeirra. I því samhengi er spurn- ingin um baráttuskyldu skálds mikils- vert atriði, og vil ég víkja hér að því nokkrum orðum, enda sýnist mér að þýðing þess hafi farið fram hjá andmæl- anda mínum. Sú hugmynd hjá Halldóri Laxness, sem kennd er við taóisma, birtist í verk- um hans í ýmsum myndum og frá fyrstu tíð. I því sambandi skiptir litlu máli nákvæmlega hvenær hann hafði fyrst spurnir af Bókinni um veginn. Þessi taó- ismi (sem ætti kannski að vera í gæsa- löppum hér) tengist hugmyndum um þolgæði, iðni, mannúð, góða meðferð á skepnum, óbeit á leikaraskap og þeirri trú að „fréttir sem komu úr síma var aldrei að marka“, svo vísað sé í orð sögumanns um ömmu sína í Heiman eg fór (22). Þessi orð tengjast mannshug- sjón skáldsins náið. Taóismi Halldórs er skyldur mvnd hans af ömmu sinni, Guðnýju Klængs- dóttur. Hugmyndin kemur annars víða fram, sem kunnugt er, t. d. í organistan- um í Atómstöðinni, í hugsjón Steins Elliða um starf í klaustri fjarri glaumi heimsins, í ömmu í Brekkukoti, í lífs- þreytu Arnalds eftir stofnun kaupfé- lagsins og í Hallberu í Sjálfstæðu fólki. í Sölku Völku birtist hugmyndin kannski skýrast í Steinunni gömlu í Mararbúð, og líkt sjónarmið kemur fram hjá Rúðu- kellíngunni í Gerplu sem kveður Þorgeir Hávarsson miklu kosta til, að fara langan veg frá heimkynnum sínum til að brenna hús og festa upp bændur sem hann veit engin deili á. I þessari manns- hugsjón felst friðsemi, elja og einhvers konar mannleg reisn sem gerir vond ytri kjör marklaus. Samkvæmt mínum skilningi er þessi hugsun Halldórs, sem ég kenni við taó- isma, aðferð hans til að glíma við spurn- inguna um baráttuskyldu („engage- ment“) skáldsins. I samanburði við Örn Ulfar er Ólafur Kárason taóisti. Sá taó- ismi sem boðar smælingjunum hlé- drægni og iðni er kannski lexían sem ráðamenn allra alda hafa reynt að kenna uppreisnargjörnum þegnum sínum. Slík- 598
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.