Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 21
Dyggðir og lestir Hermann Pálsson sér hvorki nauðsyn né mikilmennsku í verki Hrafnkels. Hann fremur einfaldlega illt og rangt verk. „Samkvæmt kristnum siðaskoðunum miðalda varþað talið syndsamlegt athæfi, að sverja þess eið að verða öðrum til miska. I áhrifamiklu riti frá tólftu öld kemst heimspekingurinn Hugo . . . svo að orði, að eftir slíkan eið sé mönnum betra að rjúfa hann en bæta glæpnum við.“10 Afram með söguna. Þorbjörn faðir Einars, fátækur bóndi, krefst sonar- bóta af Hrafnkatli. Hrafnkell synjar um þær en býðst í staðinn til að birgja Þorbjörn upp með mat meðan hann vilji búa og annast hann til dauðadags. Þorbjörn tekur því boði ekki en stingur í staðinn upp á að þeir tilnefni menn til að gera um mál sín. Því svarar Hrafnkell: „Þá þykkisk þú jafnmenntr mér, ok munum vit ekki at því sættask."11 Bjarni bróðir Þorbjarnar var efnaður bóndi en gerði sér samt lægri hugmyndir um stöðu sína gagnvart höfðingjanum en bróðir hans. Þegar Þorbjörn leitaði liðs hjá honum svaraði Bjarni: „En þó at vér stýrim penningum miklum, þá megum vér ekki deila af kappi við Hrafnkel, ok er þat satt, at sá er svinnr, er sik kann.“12 Sigurður Nordal fer vægilega í að dæma Bjarna, en segir að það sé „stærra í“ Þorbirni. „Ekki leynir það sér, að Þorbirni er lýst með samúð í sögunni, og hvergi verður hann broslegur“, segir Sigurður.13 I augum Hermanns Pálssonar er Þorbjörn hins vegar „þjáður af heimsku, skorti á sjálfsþekkingu og ofmetnaði . . .“ A þetta bendir Bjarni honum í sögunni og „rökstyður mál sitt með því að vitna í undirstöðugrein kristinnar siðfræði og segir, að sá maður sé vitur, sem þekki sjálfan sig.“14 Það var Sámur, sonur Bjarna, sem loks tók að sér mál Þorbjarnar. Með hjálp Þjóstarssona, tveggja höfðingja af Vestfjörðum, fær hann Hrafnkel dæmdan sekan og hrekur hann svo frá búi sínu og mannaforráðum. Sex árum síðar kemur Hrafnkell fram hefndum, fyrst með því að drepa Eyvind bróður Sáms, síðar með því að reka Sám slyppan og snauðan frá Aðalbóli. Framkoma Eyvindar Bjarnasonar skal vera síðasta dæmi mitt um hvernig menn geta lagt ólíkar meiningar í söguna. Þegar félagar Eyvindar þóttust sjá að Hrafnkell veitti þeim eftirför báðu þeir hann að ríða undan. Eyvindur vildi það ekki „því at ek veit eigi, hverir þessir eru. Mundi þat mprgum manni hlœgiligt þykkja, ef ek renn at qIIu óreyndu.“15 Síðan fór hann af baki og beið Hrafnkels og dauða síns. Um Eyvind segir Sigurður Nordal:16 „Hann vill ekki væna menn um illt að óreyndu og ekki fella blett á hugprýði sína. Hann verst ofureflinu drengilega og fellur.“ Við þessa skýringu gerir Hermann Pálsson þá athugasemd að þar komi „ekki fram hégómi Eyvindar að vilja heldur falla með prýði en forða lífi sínu, eins og honum ber þó siðferðileg skylda til. En í afstöðu Eyvindar hillir einnig undir þá hugmynd, 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.