Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 21
Dyggðir og lestir
Hermann Pálsson sér hvorki nauðsyn né mikilmennsku í verki
Hrafnkels. Hann fremur einfaldlega illt og rangt verk. „Samkvæmt
kristnum siðaskoðunum miðalda varþað talið syndsamlegt athæfi, að sverja
þess eið að verða öðrum til miska. I áhrifamiklu riti frá tólftu öld kemst
heimspekingurinn Hugo . . . svo að orði, að eftir slíkan eið sé mönnum
betra að rjúfa hann en bæta glæpnum við.“10
Afram með söguna. Þorbjörn faðir Einars, fátækur bóndi, krefst sonar-
bóta af Hrafnkatli. Hrafnkell synjar um þær en býðst í staðinn til að birgja
Þorbjörn upp með mat meðan hann vilji búa og annast hann til dauðadags.
Þorbjörn tekur því boði ekki en stingur í staðinn upp á að þeir tilnefni menn
til að gera um mál sín. Því svarar Hrafnkell: „Þá þykkisk þú jafnmenntr
mér, ok munum vit ekki at því sættask."11
Bjarni bróðir Þorbjarnar var efnaður bóndi en gerði sér samt lægri
hugmyndir um stöðu sína gagnvart höfðingjanum en bróðir hans. Þegar
Þorbjörn leitaði liðs hjá honum svaraði Bjarni: „En þó at vér stýrim
penningum miklum, þá megum vér ekki deila af kappi við Hrafnkel, ok er
þat satt, at sá er svinnr, er sik kann.“12
Sigurður Nordal fer vægilega í að dæma Bjarna, en segir að það sé „stærra
í“ Þorbirni. „Ekki leynir það sér, að Þorbirni er lýst með samúð í sögunni,
og hvergi verður hann broslegur“, segir Sigurður.13 I augum Hermanns
Pálssonar er Þorbjörn hins vegar „þjáður af heimsku, skorti á sjálfsþekkingu
og ofmetnaði . . .“ A þetta bendir Bjarni honum í sögunni og „rökstyður
mál sitt með því að vitna í undirstöðugrein kristinnar siðfræði og segir, að sá
maður sé vitur, sem þekki sjálfan sig.“14
Það var Sámur, sonur Bjarna, sem loks tók að sér mál Þorbjarnar. Með
hjálp Þjóstarssona, tveggja höfðingja af Vestfjörðum, fær hann Hrafnkel
dæmdan sekan og hrekur hann svo frá búi sínu og mannaforráðum. Sex
árum síðar kemur Hrafnkell fram hefndum, fyrst með því að drepa Eyvind
bróður Sáms, síðar með því að reka Sám slyppan og snauðan frá Aðalbóli.
Framkoma Eyvindar Bjarnasonar skal vera síðasta dæmi mitt um hvernig
menn geta lagt ólíkar meiningar í söguna. Þegar félagar Eyvindar þóttust sjá
að Hrafnkell veitti þeim eftirför báðu þeir hann að ríða undan. Eyvindur
vildi það ekki „því at ek veit eigi, hverir þessir eru. Mundi þat mprgum
manni hlœgiligt þykkja, ef ek renn at qIIu óreyndu.“15 Síðan fór hann af
baki og beið Hrafnkels og dauða síns. Um Eyvind segir Sigurður Nordal:16
„Hann vill ekki væna menn um illt að óreyndu og ekki fella blett á hugprýði
sína. Hann verst ofureflinu drengilega og fellur.“ Við þessa skýringu gerir
Hermann Pálsson þá athugasemd að þar komi „ekki fram hégómi Eyvindar
að vilja heldur falla með prýði en forða lífi sínu, eins og honum ber þó
siðferðileg skylda til. En í afstöðu Eyvindar hillir einnig undir þá hugmynd,
11