Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 25
Dyggðir og lestir
milli ákveðins goða og bónda á ákveðnum bæ. Líklegast virðist að tengsl
goða og bænda hafi oftast gengið að erfðum. Ungur goði sem tók við
goðorði af föður sínum hafi tekið þingmenn hans í arf. Bóndasonur sem tók
við búi af föður sínum hafi bundist tengslum við sama goða og hann. I
rauninni eru samt ekki miklar heimildir um þetta. Og eitt dæmi er um það í
Sturlunga sögu að tveir bræður samfeðra tilheyrðu hvor sínu goðorði.26
Annar þeirra, að minnsta kosti, hefur ekki fylgt dæmi föður síns. Ef bændur
hefðu ekki þurft að reiða sig á goða sína um neitt, ef einu nauðsynlegu
samskiptin við goðann hefðu verið að greiða honum þingfararkaup og ríða
með honum til þings, þá er erfitt að ímynda sér að bændur hefðu einu sinni
hirt um að hafa á hreinu til hvaða goðorðs þeir töldust. Þeir hefðu getað
vanrækt þá skyldu sína að vera þingmenn einhvers goða. Goðarnir þurftu
að hafa hlutverk sem var ekki aðeins nauðsynlegt fyrir samfélagið í heild,
byggðarlag eða land, heldur hvern einstakan bónda. Þetta hlutverk var
einkum að vernda þingmenn sína fyrir ófriði. Til þess að þörf væri á því
hlutverki þurfti að ríkja sífelldur ófriðarandi. Slíkur andi þrífst væntanlega
betur á stolti og hetjudýrkun en lítillæti og virðingu fyrir mannslífum.
Hér kemur enn fleira til. Goðar 12. aldar héldu enga atvinnuheri eða
lögreglu til að halda uppi friði og reglu og vernda þingmenn sína. Til þess
þurftu þeir að reiða sig á fólkið á bæjunum í kringum sig. I rauninni er rangt
að segja að goðar hafi verndað þingmenn sína. Til þess höfðu þeir engan
mátt. Þeir voru aðeins það afl sem sameinaði sjálfsvörn þingmannahópsins.
Því var lífsnauðsyn fyrir goða að þingmenn þeirra hlypu ekki hver í sína
áttina til að bjarga eigin lífi áður en bardaginn hófst. Það var nauðsynlegt að
hafa menn sem þótti skömm að því að flýja og fannst eitthvað koma til þess
að hætta lífi sínu í bardaga. Þannig þarfnaðist þjóðskipulag goðaveldisins
vissrar hernaðardýrkunar.
Þessi túlkun á íslenska þjóðveldinu er aðallega sótt í grein mína, Goðar og
bændur, sem birtist í Sögu árið 1972.27 Nú nýlega hefur amerískur fræði-
maður, Jesse Byock, sett fram þá kenningu að íslensku höfðingjarnir hafi
þrifist á ófriði í öðrum skilningi líka. Það hafi verið ábatasamt starf fyrir
höfðingja að leysa deilur bænda, oftar en ekki hafi höfðinginn setið uppi
með þá eign sem bændurnir deildu um.28 Séu þessar hugmyndir réttar, sem
ég held að þær séu í aðalatriðum, styðja þær enn frekar það sem hér er
haldið fram, að ófriður, stolt og óbilgirni hafi þjónað hagsmunum höfð-
ingjastéttarinnar.
A hinn bóginn skapar virðingarleysi fyrir mannslífum alltaf vandræði, og
gangi það of langt getur það ógnað þeirri samfélagsreglu sem goðunum var
ætlað að vernda. Það var kallað morð ef maður drap mann og gekkst ekki
við því. Það var allt annað en víg og miklu verra. Fjórir flokkar skógar-
15