Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar reyna að rétta við. An sæmdar var lífið einskis virði, og orðstírinn var í raun og veru hið eina sem gaf því varanlegt gildi.“ (OB, 1972: 32—33). Og við þetta bætir Sigurður Nordal: „Sómann varð að leyfa mönnum og jafnvel skylda til þess að verja með oddi og eggju, ef honum var misboðið, úr því að hann var mælikvarði manngildisins.“ (SN, 1942: 193). Eins og fram kemur í þessum tilvitnunum eru það persónulegir eigin- leikar manna, lífsskoðanir þeirra og tilfinningar sem hér sitja í öndvegi. Það er hetjan, atgervi hennar og innræti, sem athyglin beinist að. Sem dæmi um siðferðilega hetju á mælikvarða þessa rómantíska viðhorfs mætti nefna Gísla Súrsson. Eg held að það fari ekkert á milli mála að Gísli er sannkölluð hetja eftir lífsskoðun aldar sinnar. Samkvæmt „fyrirmannlegri lífsskoðun í heiðnum dómi,“ svo notuð séu orð Sigurðar Nordal (SN, 1942: 199), var Gísli mikilmenni og drengur góður, ekki þrátt fyrir vígaferli sín heldur vegna þess að þar ræður sómatilfinningin gjörðum hans: hann rækir hik- laust hefndarskyldu sína við fóstbróður sinn og gengur þar með ótrauður á vit örlaganna. Þetta verður að meta honum til lofs. Gegn þessari viðteknu hugmynd um siðaskoðun sagnanna hefur einn íslenskur fræðimaður sérstaklega snúist öndverður. I bókum sínum og fjölmörgum greinum um þetta efni hefur Hermann Pálsson leitast við að sýna fram á að mun auðveldara og eðlilegra sé að túlka siðfræði sagnanna sem kristinn siðaboðskap en sem heiðnar hetjuhugsjónir. Sögurnar lýsi ekki heiðinni hetjudýrkun og örlagatrú, eins og hið rómantíska sjónarmið heldur fram, heldur verði margar þeirra þvert á móti best skildar sem kristilegar dæmisögur um ófarir þeirra sem sýna af sér ofdirfsku og ofmetnað, en þau séu lykilhugtökin í kristinni miðaldasiðfræði. (HP, 1966: 22—24). Sam- kvæmt þessari túlkun sjáum við athafnir og afdrif Gísla Súrssonar í nokkuð öðru ljósi. Undir hinu húmaníska sjónarhorni Hermanns Pálssonar er saga Gísla lesin sem lýsing á kaldrifjuðum morðingja sem fremur lúalegan glæp og hlýtur makleg málagjöld. (HP, 1974: 64 — 55). Hvernig í ósköpunum getur sá maður kallast hetja sem sér sóma sinn í því að myrða mág sinn? Það ber óneitanlega mikið á milli þessara tveggja sjónarmiða, svo mikið raunar að þau virðast stangast alveg á. Hvernig stendur á því að sama viðfangsefnið getur boðið svona gerólíkum túlkunum heim? Skýringin felst í því að farið er að efninu undir afar ólíkum sjónarhornum þar sem hugmyndirnar sem túlkendur gera sér um textann skipta höfuðmáli. Til að varpa frekara ljósi á þennan mun á milli rómantískrar og húmanískrar túlkunar á siðfræði sagnanna er rétt að kanna lítilsháttar forsendurnar sem þær ganga útfrá. Til að byrja með mætti spyrja, t. d., hvaða skilningur er lagður í orða- sambandið „siðferðishugmyndir sagnanna“ samkvæmt þessum túlkunum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.