Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 40
Tímarit Mdls og menningar einstaklingunum ber að rækja sem meðlimir þeirra. Túlkun á mannlegu siðferði sem leggur einhliða áherslu á persónulega eiginleika eða meðvitaðar siðgæðishugmyndir felur í sér villandi sértekningu frá þeim félagslega veruleika sem þau eru sprottin úr. Þessi veruleiki er vettvangur allra athafna og jarðvegur allra hugmynda sem skilyrðir þær og nærir. Rómantísk hetjudýrkun og húmanískur siðaboðskapur eru ljós dæmi um slíka sértekn- ingu. Frá þessu sjónarmiði séð eru orð Hermanns Pálssonar um að siðfræði sagnanna verði að greina í ljósi þess „þjóðfélags sem ól þær“ hárrétt ábending, en þess verður þá að gæta að þjóðfélagið einskorðast ekki við tiltekinn hugmyndaheim ákveðins tímabils, heldur er það sögulegur veru- leiki, ofinn úr öllum þeim þáttum sem skópu lífsskilyrði þess og lífsháttu. Sá heimspekingur sem minnir okkur hvað rækilegast á það hve mannlegt siðferði er samofið þjóðfélagsskipan og háttum er Thomas Hobbes (1588 — 1679). I riti sínu, Leviathan, reyndi Hobbes að gera sér í hugarlund það ástand sem myndi ríkja manna í milli ef allt það sem tilheyrir siðun og menningu væri sett til hliðar og óbeisluð náttúruöfl mannsins réðu ein ferðinni. Það var niðurstaða Hobbes að í slíku „náttúrlegu ástandi“ myndi hver og einn reyna að bjarga sér sem best hann gæti, þeir sterkari neyttu aflsmunar en hinir veikari kæmu ár sinni fyrir borð með undirferli. Enginn getur verið óhultur um líf sitt á þessari skálmöld, því þótt menn berist ekki beinlínis á banaspjótum þá er því jafnan boðið heim. Það er vegna þessa stöðuga ótta um eigið líf að menn fara að sjá að sér og telja hyggilegast að ganga undir sáttmála þar sem kveðið er á um að hver og einn afsali sér „réttinum" til þess að gera það sem honum sýnist til bjargar sjálfum sér gegn því að aðrir geri slíkt hið sama. Það er ekki fyrr en slíkur sáttmáli hefur verið gerður að hægt er að tala um mannlegt samfélag, að mati Hobbes, og jafnframt er þá fyrst hægt að tala um siðferði í eiginlegum skilningi þess orðs. Siðleysið einkennir hið náttúrlega ástand: Hugtökin rétt og rangt, réttlæti og ranglæti, eiga sér þar enga stoð. Þar sem engu sameiginlegu valdi er til að dreifa, þar eru engin lög; þar sem engin lög eru, þar er ekkert ranglæti. . . . Réttlæti og ranglæti . . . eiga við um menn í samfélagi en ekki eina sér. (TH, 1651: k. XIII). Það er rétt að geta þess að með hugmynd sinni um „náttúrlegt ástand“ telur Hobbes sig ekki vera að lýsa nokkru sögulegu skeiði, heldur gangverki manneðlisins ótrufluðu af aðhaldi siðmenningar almennt og af höftum ríkisvaldsins sérstaklega. Þótt margt mætti gagnrýna í umfjöllun Hobbes um mannlegt eðli, siðferði og samfélag, þá ætti þessi kenning hans að vera 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.