Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar sögurnar oft um leit manna að slíku liðsinni. Þess eru og fjölmörg dæmi í sögunum að málafylgja og liðstyrkur á þingi skipti mun meira máli en málsatvik, enda hvorki pólitískar né hugmyndalegar forsendur fyrir því að réttlæti í hlutlægri siðferðismerkingu þess orðs næði að festa rætur í vitund manna. (JH, 1943: 86). Um þetta atriði segir Gunnar Karlsson í grein um stjórnmál þjóðveldisins: „Gerðunum var fremur ætlað að skapa frið en framfylgja réttlæti, og þá hlaut sá að bera meira úr býtum sem voldugri var og minna átti á hættu ef friður raufst." (GK, 1975: 31). Það blasir við að félagslegar aðstæður sem þessar ala af sér ákveðna eiginleika í fari manna sem beinast í annan farveg þegar ríkisvaldið leysir sjálftektina af hólmi. „Það var mjög ákveðið samband trúnaðar og sæmdar milli goða og þingmanns,“ skrifar Gunnar Karlsson, „þannig að heiður goðans lá við að hann léti þingmann sinn ekki fara halloka fyrir öðrum.“ (GK, 1975: 31). Sá sem var ættstór og vinmargur bjó við öruggari lífsskilyrði og réttaröryggi en ella, en forsenda þess var að sá hinn sami gæti ávallt reitt sig á ættmenn sína og vini í öllum viðskiptum sínum við aðra. I slíku þjóðfélagi hlaut áreiðanleikinn að vera mikilvægasti mannkosturinn, því sú manneskja sem ekki var hægt að reiða sig á var einskis nýt. Hugrekkið, aðalsmerki hetjunnar, er uppistaðan í þessum áreiðanleika. Það fellur í hlut hetjunnar að halda við sóma og orðstír ættar sinnar sem var meðlimum hennar lífsnauðsyn í samfélagi sjálftektar. Þetta hlutverk lýtur ákveðnum ófrávíkjanlegum lögmálum — skyldum sem hetjan hlýtur að gangast undir og ganga í þeim skilningi ótrauð á vit örlaganna. Orlagahugs- unin helst því fullkomlega í hendur við hið siðferðilega hlutskipti hetjunnar að eiga einskis annars úrkosta en að rækja þær skyldur sem staða hennar krefst. Utfrá þessu sjónarhorni séð er hetjuskapurinn ekki reistur á ein- hverri óljósri sómatilfinningu fáeinna einstaklinga, heldur mætti jafnvel segja að hann hafi í senn verið þjóðfélagsleg nauðsyn og lífsnauðsyn í samfélagi þar sem réttarvarsla var á höndum ætta og einstaklinga. Það er í ljósi þessa sem við hljótum að meta þann þátt sem okkur er hvað mest framandi í Islendingasögunum, þ. e. hefndarskylduna. Um hana segir Steblin-Kamenskij á einum stað: Kynngimáttur hennar stafaði greinilega ekki af innrætingu ákveðinna hugtaka í uppeldi („heiður“, „skylda“, o. s. frv.), heldur stafaði hann beint af þeim félagslegu aðstæðum sem menn áttu við að búa, og vegna aldagamallar reynslu varð hún að sjálfkrafa viðbragði. (SK, 1981: 84). Eins og við vitum, þýðir orðið „skyldur“ að vera í ætt með og það voru ættartengslin sem kváðu á um hverjar skyldur menn höfðu gagnvart öðrum. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.