Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 65
Um Völundarkviðu Vissulega er hættulegt að sýna óaðgætni í samskiptum við álfa og þá einnig affarasælast að blanda þeim ekki saman við dauðlega menn. Völund- ur er þannig fjarri því að vera dæmigerð hetja einfaldlega vegna þess að hann er ekki af þessum heimi. Völundarkviða hefur ekki beint efnislegt samband við nein af hetju- kvæðum, og er hann því sjálfur einangraðri frá glæstum köppum heldur en til að mynda dvergurinn Reginn, sem var fóstri Sigurðar Fáfnisbana. Þótt ýmis minni Völundarkviðu komi fyrir í hetjuljóðum Sæmundar Eddu, er hún ekki úr þeirra flokki. Freistandi væri að bera kviðuna frekar saman við goðakvæði því að hún minnir um margt á þann flokk ljóða. Svanmeyjum hennar svipar að nokkru leyti til valkyrja Oðins (og þá vitaskuld einnig Sigrúnar valkyrju Helga Hundingsbana). Aður er minnst á gullið í Völuspá og auðfræði Hávamála. Auk þess hafa fræðimenn bent á að í Völundarkviðu lendi aðalpersónan í harðræðum eða þrekraunum sem veiti henni aukinn þrótt og minni það á pínslir Óðins bæði í Hávamálum og Grímnismálum. Sá munur er þó á þessu tvennu, eins og prófessor Kaaren Grimstad hefur bent á, að Óðinn tekur á sig sínar pínslir sjálfviljugur, Völundur gerir það nauðugur. Völundur á hring sem líkist að nokkru leyti Draupni. Völundur getur flogið eins og Óðinn og þannig mætti fleira til tína. Þó er hann ekki af heimi þeirra goða sem rætt er um í Sæmundar Eddu. Allt um það er kviðunni um hann fenginn réttur sess í þeirri bók eins og getið var í upphafi þessa spjalls, en þar er hún milli Þrymskviðu og Alvíssmála. I Þrymskviðu sofnar Þór og lætur stela frá sér hamrinum Mjöllni meðan hann blundar, en nær honum þó aftur. I Alvíssmálum segir frá dvergi sem þylur vísindi en dagar loks uppi við á iðju, og vissulega er engin fjarstæða að leyfa álfi nábýli við dverg. Þó er Völundarkviða framar öllu öðru hraður milliþáttur í Sæmundar Eddu, sem vísar bæði aftur til goðakvæða og þá einnig til hetjuljóðanna sem á eftir henni koma, þótt um bein efnisleg tengsl sé ekki að ræða milli kviðunnar sjálfrar og þeirra flokka. Hins vegar er þar að finna, eins og fyrr segir, eitt höfuðtema Sæmundar Eddu í heillegu listaverki, sem hefur bæði upphaf og endi, og þar sem sýn gefur inn í veröld sem er nálægt því að vera miðja vega milli goðheims og mannheims — veröld þar sem magnþrungið gæfuleysi er sveipað hjúp ókennilegra töfra. Nú um stund hefur verið dvalið utan þeirra marka sem textinn leyfir og rætt lítillega um stöðu Völundarkviðu í því safni kvæða þar sem hún hefur varðveist. Að lokum er rétt að athuga Völund sjálfan í örlítið víðara samhengi. Alkunnugt er að allt frá miðöldum hafa menn séð svipmót með sögum af Völundi smið og grískum goðsögnum. Hinn frægi hagleiks-guð Hefaistos átti sér sögu sem að ýmsu leyti svipar til Völundarsögunnar. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.